Ruslaraunir

Frá því að ég fluttist til Bretlandseyja í janúar hef ég ekki losnað við sorp með góðu móti.  Það mætti því ef til vill með réttu kalla mig ruslasafnara en þetta er ekki af ásettu ráði og það hefur ekki mikið rusl safnast upp hjá mér ennþá og tunnan er ekki full.  Ég hef samt gert nokkrar heiðarlegar tilraunir (að mínu mati engar óheiðarlegar ennþá)en þær hafa allar mistekist.  Fljótlega eftir að ég kom tók ég eftir því að á föstudagsmorgni var búið að draga ruslatunnur út á gangstétt víða í Hreiðarsgeisla (Reid Crescent), götunni sem ég bý í.  Ég dró því þá ályktun að rusl væri tekið á föstudögum og að fólk kæmi tunnunum sjálft út á gangstétt. 

Í bílskúrnum mínum eru þrjár tunnur, ein hefðbundin, grá að lit og tvær ögn minni með bláu loki.  Næsta föstudagsmorgun dró ég gráu tunnuna út á gangstétt og sá að það voru komnar tunnur út á gangstétt víðar.  Ég hélt því til vinnu og að degi loknum þegar ég kom heim dró ég tunnuna aftur inn í bílskúr.  Með ruslinu í.  Hvaða rugl er þetta nú hugsaði ég, hvað get ég hafa gert vitlaust? Var kannski of lítið í tunnunni til þess að þeir tækju þetta eða átti þetta að vera í tunnunni með bláa lokinu?  Ég færði því ruslið yfir í blálokstunnu og dró hana út á gangstétt einn föstudagsmorgun og veitti því athygli að víðar í götunni voru tunnur með bláu loki komnar út á gangstétt. í lok dags dró ég tunnuna aftur inn í bílskúr.  Með ruslinu í.  En nú var búið að festa bréf á tunnuna.  Bréf frá ruslakörlunum.  Þeir hafa sem sagt, í staðin fyrir að tæma tunnuna, rölt inn í bíl aftur, gramsað í hanskahólfinu þangað til þeir fundu penna og pappír sem þeir skrifuðu á: "Því miður getum við ekki tæmt tunnuna af því að þú hefur sett vitlaust rusl í hana".  Já er það?  Ég var sem sagt með rétta tunnu en vitlaust rusl.  Trilljón trylltar tindabikkjur frá Trékyllisvík.  Gráa tunnan var vitlaus um daginn og nú þessi með bláa lokinu. Ég sá því ekki annan kost en að leita mér upplýsinga og nú hefur komið í ljós að tunnan með bláa lokinu er fyrir allt flokkað sorp sem hægt er að endurvinna.  Í hana setur maður t.d. plastflöskur í sér poka, áldósir í sér poka, pappa sér o.s.frv.  Í gráu tunnuna setur maður óflokkað sorp.  En af hverju var hún þá ekki tekin um daginn?  Jú af því að hún sneri vitlaust.  Ha?  Já, handfangið á tunnunni þarf að snúa að götunni, annars er ruslið ekki tekið af því að ruslakarlarnir neita að taka ruslatunnur sem þarf að snúa.  Á morgun er föstudagur og ég ætti ekki að þurfa að draga ruslatunnuna aftur inn í bílskúr með ruslinu í.

Það er greinilega ekkert grín að lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að henda rusli.  Ég var um borð í bát á þriðjudag og miðvikudag og þar hangir upp á vegg ruslalosunaráætlun sem skipverjar þurfa að fylgja.  Hún lítur svona út (smellið á myndina):

20150225_150611 (Large)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já svona hendir maður sem sagt rusli.  Þetta er ekki einfalt mál, af hverju að hafa þetta einfalt þegar er hægt að hafa þetta flókið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband