28.2.2015 | 22:34
Skrýtinn laugardagur
Þessi laugardagur var hálf skrítinn eitthvað. Ég fór niðrí bæ og byrjaði á að fara í bankann til að millifæra pening til Íslands en það var ekki hægt af því að samkvæmt tölvukerfi bankans er íslenska krónan ekki til.
Ég fór inn á netkaffi og fékk mér baunasúpu og kaffi en á netkaffinu var ekkert net.
Ég fór inn til bakarans til að kaupa brauð en þar var ekkert brauð til heldur samanstóð vöruúrvalið fyrst og fremst af kökum og sælgæti.
Ég fór inn til slátrarans til þess að kaupa helgarsteikina en labbaði út með viskýflösku í staðinn.
Fór með viskýflöskuna undir hendinni rakleitt yfir í kirkju heilags Magnúsar og bragðaði á viskýinu þar.
Komst að því að heilagur Magnús, sá sem kirkjan er kennd við, átti langa langafa sem bjó í Djúpavogshreppi og hét Síðu-Hallur. Annar sopi til að halda upp á það.
Þegar ég kom út úr kirkjunni var verið að steggja einhvern mann en sérstök hefð er fyrir steggjun hér sem nefnist "The Blackening". "Vinir" tilvonandi brúðguma koma honum að óvörum og fara með hann út í sveit þar sem hann er klæddur úr öllum fötum og skvett á hann melassa (sem er einhverskonar síróp sem bændur hér um slóðir nota). Hveiti, fjaðrir eða annað sem tollir vel í sírópinu kemur líka oft við sögu. Svo er ekið með þann (ó)heppna á pallbíl um götur bæjarins og háreysti gerð með því að þeyta lúðra, öskra, berja trommur og annað lauslegt. Brúðguminn er svo festur með plastfilmu við kross framan við kirkju heilags Magnúsar og oft á tíðum enda menn á því að fara í sjóinn. Þessu öllu saman fylgir þó nokkur bjórdrykkja og gleðskapur fram eftir nóttu.
Að loknum þessum ævintýrum fór ég heim og komst að því að ég hafði unnið miða á fótboltaleik með Bolton Wanderers í einhverju snakkhappadrætti.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skál fyrir langaafa heilags Magnúsar, Kristján. Ég spái því að þeir verði sérstakir hjá þér dagarnir á Orkneyjum svo lengi sem þú lætur sjónvarpið eiga sig
Magnús Sigurðsson, 1.3.2015 kl. 13:12
Já vonandi, sjónvarpið getur breyst í verkfæri djöfulsins ef maður passar sig ekki. Ættartré heilags Magnúsar hangir uppi þarna í kirkjunni þar sem ætt hans til Rögnvalds Eysteinssonar, föður Hrollaugs sem settist að í Austur-Skaftafellssýslu.
S Kristján Ingimarsson, 1.3.2015 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.