Gæsirnar flognar

Þá hafa þær mæðgur, Íris og Brynja, kvatt og flogið aftur áleiðis til Íslands.  Orkneyjar sýndu þeim bestu útgáfu af veðri sem boðið hefur verið uppá á þessu ári og svei mér þá ef þeim líkaði ekki bara dvölin hér bærilega.  Mér líkaði félagsskapur þeirra í það minnsta vel, enda nær einveran nú yfir tveggja mánaða tímabil.  Ég er ekki frá því að með þeim mæðgum hafi vorið komið, nú er dagurinn lengri, hitinn hærri og krákurnar farnar að huga að hreiðurgerð.  Þá eru bændur hér í nágrenninu önnum kafnir við að dreifa mykju á tún og lyktin hér minnir óneitanlega á góðan vordag á Egilsstöðum.  Umm. I love it.  Annars vonast ég til að komast í heimsókn til Íslands í lok apríl og nú er bara að krossleggja fingur og vonast eftir snjó þannig að hægt verði að dusta rykið af skíðunum um mánaðamótin apríl maí.

En það eru ekki bara þær mæðgur sem eru farnar, nú vaknar húsbóndinn snemma á morgnana við gæsakvak og ályktar sem svo að eitthvað af þeim sé að leggja af stað í flugferð í norðurátt og munu ef til vill dvelja í sumar á landinu bláa, Kannski á túni í Álftafirði.

Framundan hjá mér er líka flugferð en á miðvikudag mun ég fljúga til Írlands til þess að heimsækja skipasmíðastöð í Arklow, rétt sunnan Dyflinnar, þar sem verið er að smíða vinnubát fyrir eldisstöðina okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband