Hull

Ķ fyrradag var ég sendur til Hull til žess aš fara yfir fįein atriši meš bįtasmišum sem eru žar aš smķša hrašbįt fyrir stöšina okkar.  Um er aš ręša fyrirtękiš Seahorse Marine og er žeir aš smķša bįt śr PE plaströrum og plastplötum, 9 metra langan, 3 metra breišan, meš dķselvél og jet drifi, yfirbyggšan meš sętum fyrir 8 manns, hįmarkshraši rśmlega 30 sjómķlur į 60mķn.  Smķšin gengur vonum framar og reiknaš er meš aš bįturinn veriš tilbśinn fyrir nęstu mįnašamót. 

Hull, žessi gamalgróna hafnarborg, kom mér į óvart.  Ég bjóst viš meiri išnašarborg en žar bżr lķka fólk.  250.000 stykki.  Hull er ķ austur Jórvķkurskķri og sendur viš Humber sem er flói sem gengur inn ķ austanvert miš England.  Hluti af borginni er undir sjįvarmįli og žar eru flóšavarnir, svokallašar hafnarlokur (hljómar eins og skyndibiti)sem verja heimili um 10000 manns fyrir sjįvarföllum og flóšum.  Ķ borginni er lķtiš um gamlar byggingar af žvķ aš Hull varš verst śti allra borga ķ Englandi ķ sķšari heimsstyrjöldinni en um 95% allra hśsa ķ Hull voru jöfnuš viš jöršu.  Ķ Hull rķkti velmegun fram eftir sķšust öld en eftir žorskastrķšiš milli Englendinga og Ķslendinga varš efnahagsleg hnignun ķ borginni, svokölluš kreppa, en nś hefur hśn nįš sér į strik aftur žó aš nś sé ekki einn einasti fiskmarkašur žar og engin śtgerš.  Žeir eru lķka ófįir ķslensku sjómennirnir sem hafa fariš ķ siglingu til Hull, komist ķ kynni viš innfędda og komiš heim meš litasjónvörp eša önnur heimilistęki og varning sem var erfitt aš fį į Ķslandi eša var of dżr žar.  Ég varš aldrei svo fręgur aš komast ķ siglingu.  eitt helsta kennileiti borgarinnar er brśin yfir Humber en byggingu hennar lauk įriš 1982 og var hśn į žeim tķma stęrsta hengibrś ķ heimi, 155m hį og 2,2 km löng, stórfenglegt mannvirki.  Ķ Bretlandi eru eins og flestir vita hinir fręgu raušu sķmaklefar.  En ekki ķ Hull.  Žar eru žeir hvķtir af žvķ aš Hullverjar eiga og reka sitt eigiš sķmafyrirtęki og geta žvķ rįšiš litnum į sķmaklefunum.  Ég er reyndar alveg gįttašur į öllum žessum sķmaklefum hér į Bretlandseyjum.  Žeir eru śt um allt. Ég hefši haldiš aš allir vęru komnir meš lķtinn sętan sķma til aš hafa ķ vasanum.  Ég man t.d. bara eftir einum sķmaklefa į Ķslandi og hann er į Egilsstöšum.

Humber (Large)

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekiš yfir brśna.

Hull (Large)

 

 

 

 

 

Śr Hótelglugganum.

Ķ Hullborg gisti ég į hóteli og žaš er stundum svolķtiš sérstakt aš gista į hóteli.  T.d. er į herbergjunum hęgt aš hita sér kaffi eša te, strauja, og svo er biblķa og stundum nįl og tvinni.  Aušvitaš sest mašur nišur og les ķ biblķunni og saumar į mešan mašur sötrar teiš ķ nżstraujušu buxunum sem mašur er bśinn aš hafa įhyggjur af allt feršalagiš aš séu óstraujašar.  Jį og aušvitaš meš nżblįsiš hįriš.  Eins og Eyjólfur Kristjįnsson var ķ denn.

Ekki nįši ég aš skoša eša gera mikiš ķ Hullbę en žó var bįtasmišurinn svo vinsamlegur aš bjóša mér į veitingastaš ķ mišbę Hull.  Veitingastašur žessi heitir Wings og er einn af žeim betri sem ég hef fariš į um ęvina.  Žar eru hlašborš. Ķtalskt hlašborš, Indverskt hlašborš, Kķnverskt hlašborš, tęlenskt hlašborš, japanskt hlašborš, breskt hlašborš, eftirréttahlašborš og aukaréttahlašborš, allt hólfaš nišur žannig aš einkenni hvers og eins nęr aš halda sér og maturinn var unašslega góšur.  Žarna er hęgt aš velja į milli um 150 rétta en ég nįši ekki aš smakka "nema" svona 10 og ég var lķka saddur fram aš hįdegi ķ dag.

Sólsetur noršan viš Newcastle (Large)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sólsetur noršan viš Newcastle.

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband