Neikvæðni og nöldur vs jákvæðni og hamingja.

Nú eru að verða liðnir fimm mánuðir frá því að ég tók skrefi stóra, að yfirgefa Íslandið góða, yfirgef minn kæra heimabæ og mína vini og vandamenn og ég tala nú ekki um fjölskyldu, til þess að dveljast meðal Skota á Orkneyjum.  Ekki var þetta gert til þess að flýja Ísland og finna betra líf og grænna gras annarsstaðar, heldur einvörðungu til þess að öðlast meiri reynslu og þekkingu í fiskeldi og jú kannski lífinu almennt. 

Eftir að ég kom hingað út hef ég, auk þess að læra helling, fylgst með fréttum á netinu sem er mögnuð lífsreynsla.  Það er eftirtektarvert hvað íslenskt samfélag er gegnsýrt af neikvæðni og nöldri, eitthvað sem ég tók ekki eftir þegar ég var á Íslandi, kannski vegna þess að fólk í mínum heimabæ og vinir og kunningjar fylgja ekki norminu og er þess í stað jákvætt og skemmtilegt.  Kannski er það líka hinn háværi minnihluti sem skrifar fréttirnar og kommentar á þær og póstar þeim á samfélagsmiðla.  Er ég kannski sjálfur orðinn neikvæður af því að ég er að nöldra yfir þessu?  Fólk er mjög gjarnt á að nöldra yfir pólitík, fólk lætur pólitík fara í taugarnar á sér en hefur ekki pólitík alltaf verið þannig að hún veldur manni vonbrigðum?  Ég man allavega ekki eftir öðru.  Það sem hefur kannski breyst síðustu ár er að flestir stjórnmálamenn, sama hvaða flokki þeir tilheyra, virðast skv fjölmiðlum eyða mestu af sínum tíma í að moka skít yfir hvern annan í stað þess að vinna vinnuna sína sem er að sjálfsögðu að gera eitthvað gagn fyrir land og þjóð.  Enginn ætti að láta pólitík eða neikvæða umræðu stjórna lífi sínu. 

Ég er farinn að taka minna og minna mark á fjölmiðlum, það gerir engum gott að láta mata sig af neikvæðni og nöldri.  Jákvæðni og gleði er það sem allir þurfa á að halda.  Ég vildi óska að allir myndu vakna með það hugarfar að reyna sitt besta til þess að gera sérhvern dag að fullkomnum degi fyrir sjálfa sig og þá sem eru í kringum mann.  Til dæmis var ég núna að enda við að gæða mér á heimabökuðu rúgbrauði með kæfu, sem er frábært, og nú fæ ég að fara í vinnuna og hitta allskonar fólk og leysa allskonar verkefni, með bros á vör.  Eftir vinnu ætla ég svo að fara út og skokka nokkra kílómetra og í lok dags mun ég fara að sofa ánægður með daginn.  Takk fyrir allt, góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband