Orkneyingar - persónuvernd

Orkneyingar eru hið ágætasta fólk. Dæmigerður Orkneyingur er kurteis, vingjarnlegur, ófríður, vinnusamur, drekkur te og á hund.  Þeir eru löghlýðnir, hér þarf fólk ekki að hafa áhyggjur þó að húsið sé skilið eftir ólæst eða lyklarnir skildir eftir í bílnum.

Kannski hefur það eitthvað að segja með þessa almennu löghlýðni að nöfn fólks sem brýtur af sér eru birt í staðarblaðinu sem gefið er út á hverjum fimmtudegi.  Dæmi:  Réttað verður yfir manni sem sakaður er um að hafa ógnað og veist að lögregluþjóni.  Hinn fjörutíu og tveggja ára Kristófer Kelly, til heimilis að Buttquoy Palace 4 í Kirkwall neitar því að hafa látið ósæmileg orð falla í garð lögregluþjóns sem og að hafa síendurtekið öskrað á hann og hótað honum og öðrum lögregluþjóni að heimili mannsins þann 26. febrúar síðastliðinn.  Réttað verður yfir manninum þann 1. júlí. 

Þetta finnst mér vera til fyrirmyndar og mætti taka upp á Íslandi.  Þetta yrði eflaust mörgum víti til varnaðar en á Íslandi er allt of mikið pukur með svona, persónuverndin er tekin fram yfir almannahagsmuni.  Það má ekki koma mynd í blöðunum af bíl sem lagt er ólöglega án þess að búið sé að þurrka út bílnúmerið.  Auðvitað á frekar að láta bílnúmerið sjást og jafnvel birta nafn og heimilisfang þess sem brýtur lögin.  Billy bátasmiður í Arklow vill jafnvel ganga svo langt í refsingum að þeir sem fremja alvarlega glæpi, s.s. kynferðisafbrotamenn og eiturlyfjasmyglarar, verði látnir sæta þeirri refsingu að útlimur verði fjarlægður af þeim og ef þeir halda áfram þá missi þeir fleiri útlimi þar til ekkert er eftir.  Það ætti að kenna þeim lexíu.  Kannski svolítið harkalegt en umhugsunar vert.

Hversu langt nær þessi svokallaða persónuvernd í raun?  Ef maður fer inn á síðu einhvers fyrirtækis, booking.com kemur strax upp í hugann, þá gerist hið ótrúlega, að auglýsingar frá viðkomandi fyrirtæki fara í kjölfarið allt í einu að birtast á facebook.  Ætti það að gerast ef persónuvernd myndi virka sem skyldi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 66430

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband