21.6.2015 | 20:04
Hrólfsey
í gær tók ég ferjuna yfir til Hrólfseyjar (Rousay) og með í för var reiðhjólið mitt sem ég hef notað allt of lítið hér sökum stöðugs mótvindar, en í gær viðraði ágætlega til hjólreiða. Hrólfsey er hentug til hjólreiða að því leit að hringvegur er meðfram strönd eyjarinnar, um 23 km að lengd með hæðum og hólum. Rúmlega 200 manns búa á eyjunni, flestir bændur, en ég hafði ekki hjólað lengi þegar sauðfé á beit og reykur úr reykháfum mætti mér. Það er ekki góð blanda fyrir íslenskan hjólreiðamann af því að upp frá þessu komst aðeins eitt að hjá mér. Hangikjöt. til þess að dreifa huganum stoppaði ég við Miðhof (Midhowe) en þar er að finna stórmerkilegar fonminjar, 2000 ára gamalt grafhýsi og mannabústaður auk minja frá víkingaöld og miðöldum. Hrólfsey þykir einmitt afskaplega merkileg vegna fjölbreytni í fornminjum. Að skoðun lokinni hélt ég áfram að hugsa um hangikjöt og settist á hjólið og kláraði hringinn og tók fáeinar myndir. Afar hressandi í alla staði.
2000 ára gamal mannabústaður við Miðhof.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.