5.7.2015 | 20:00
Gamli mašurinn og Dvergasteinn
Um sķšustu helgi gerši ég tilraun til aš spķgspora um Hįey en varš frį aš hverfa vegna rigningar og žoku. Ķ dag višraši įgętlega og žvķ lét ég slag standa og tók ferjuna yfir og arkaši af staš. Tilgangurinn var ekki ašeins aš nį sér ķ smį hreyfingu heldur var markmišiš aš berja Gamla manninn į Hįey (Old man of Hoy) augum. Gamli mašurinn er ekki af holdi og blóši heldur er um aš ręša stapa śr raušum sandsteini sem stendur viš noršvestanverša Hįey. Stapinn er 137 m hįr og ef hinn sķvinsęli samanburšur viš Hallgrķmskirkjuturn er notašur vantar ašeins 12 metra upp į aš hann sé jafn hįr og tveir Hallgrķmskirkjuturnar. Gamli mašurinn er eitt helsta kennileiti Orkneyinga og žangaš kemur fjöldi feršamanna įrlega og hver man ekki eftir myndbandi Eurythmics viš lagiš Here comes the rain again en žar fékk gamli mašurinn aš njóta sķn. Ofurhugar hafa gert sér žaš aš leik aš klķfa upp žann gamla en žaš var fyrst gert įriš 1966. Nś reikna menn meš žvķ aš Gamli mašurinn geti hruniš innan fįrra įra vegna vešrunar hafs og vinda.
Eftir heimsóknina til gamla mannsins staldraši ég viš ķ Rekavķk (Rackwick) og tók nokkrar myndir en žetta svęši er vinsęlt til śtivistar mešal Orkneyinga.
Eftir aš hafa spķgsporaš um stund ķ Rekavķk stikaši ég ķ įttina aš Dvergasteini (Dwarfie Stane) en žaš er grafhżsi sem höggviš er inn ķ bjarg sem falliš hefur śr hlķšinni fyrir ofan. Grafhżsiš ķ Dvergasteini er tališ vera 4500 - 5500 įra gamalt og žaš hefur veriš mikiš žolinmęšisverk aš hola steininn aš innan ef viš gefum okkur aš žeir sem žaš geršu hafi ekki haft neitt sérstaklega fullkomin verkfęri til žess. Žjóšsagan segir reyndar aš steinninn hafi veriš śtbśinn svona af jötnum sem bjuggu ķ Hįey.
Į Hįey er tekinn mór eins og gert var ķ eina tķš į Ķslandi. Ekki hef ég kynnt mér hvaš žessi mór er notašur en annašhvort er žaš til hśshitunar eša viš Viskżframleišslu.
Um bloggiš
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.