Líður að heimferð, vonandi verður hvítkálið búið.

Nú fer að styttast í heimferð hjá mér en stefnan er sett á að koma til Íslands eftir 11 daga, þann 17. júlí og þar með verður einverunni lokið.  Flogið verður ígegnum Glasgow og stoppað á Íslandi í þrjár vikur. Margt er ég búinn að læra og sjá þessa sex mánuði en þegar ég kem aftur út verður það um það leiti sem við fáum fisk í kvíarnar þannig að við tekur eitt ár af uppeldi laxa sem væntanlega verður slátrað eftir rúmt ár. Sem sagt meira verður sett í reynslubankann næsta árið. 

Og talandi um reynslu, í síðustu viku eldaði ég Orkneyska kjötsúpu, sem er alveg eins og sú íslenska nema að í henni er orkneyskt lambakjöt í stað íslenska fjallalambsins.  Það er með ólí-kindum hvað þær eru líkar en auðvitað jafnast ekkert á við íslenskt lambakjöt.  Í kjötsúpu notar maður hvítkál og til þess að nýta allan kálhausinn eftir kjötsúpuna er ég búinn að elda Oriental nautakjöt með hvítkáli, Spaghetti með hvítkáli og söltuðum gúrkum og hvítkálssúpu.  Núna er ég sirka hálfnaður með kálhausinn.  Ætli ég verði ekki að gúggla fleiri hvítkálsuppskriftir nema að einhver geti bent mér á góða uppskrift með hvítkáli í.

rolla (Large)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband