15.7.2015 | 21:10
Til Íslands í frí
Þá eru aðeins tveir dagar í heimför og mikið hlakka ég til þess að sjá jöklana, eldfjöllin, hraunið, fossana, sandana, árnar, dalina, þokuna, þjóðvegasjoppurnar og allt það sem íslenskt er. Þessu sex mánaða tímabili fjarri Íslandsströndum er þar með lokið og við tekur sumarfrí og að því loknu annað tímabil fjarri ættjörðinni en þá fæ ég að hafa fjölskylduna hjá mér og það verður mikill munur til hins betra. Og þó að hér fáist ekki Pipp, Malt eða íslenskt lambakjöt er ýmislegt sem Orkneyjar hafa upp á að bjóða eins og þið ykkar sem hafa öðru hvoru álpast inn á þetta blogg hafið ef til vill tekið eftir. Hér er t.d. afar vinsamlegt fólk þó að margir séu stórskrýtnir eins og víða, matvöruverð er yfirleitt lægra en á Íslandi, hér úir og grúir af fornminjum og þá sérstaklega frá Nýsteinöld, Víkingaöld og Heimsstyrjöld fyrir þá sem hafa áhuga á því. Hér er líka ýmislegt sem er ekki eins gott og á mínu ástkæra Íslandi, hér er vindur flesta daga, hér er ekki 3G eða 4G þannig að netsamband er ekki eins gott og á hinu tæknivædda Íslandi, fiskur kostar drjúgan skilding, það er dýrt að komast í burtu héðan með flugi eða ferju og kaupa þarf drykkjarvatn.
En ástæðan fyrir öllu þessu brasi er að hér er fiskeldi stundað af fólki og fyrirtækjum sem hafa reynslu og þekkingu sem ekki er til staðar á Íslandi og vonandi líður ekki á of löngu þangað til ég get komið heim með þessa reynslu og þekkingu í farteskinu.
Ég reikna ekki með að blogga aftur fyrr en í ágúst þegar ég sný aftur til eyjanna sem kenndar eru við Orkn.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er frábært að fá ykkur ungviðið heim,sem hafið þekkingu og reynslu. Satt að segja minnir mig að íslendingur hafi komið,eftir áralanga reynslu í fiskeldi í Noregi og starfar að uppbyggingu fiskeldis í Arnarfirði. Svo er ekki ónýtt að fá (lífeðlisfræðing)Íslending frá Kanada sem starfar í það minnsta í sumar á íslensku rannsóknarskipi.Vonandi fer ísland að rétta úr kútnum til að geta borgað viðunandi laun.
Helga Kristjánsdóttir, 16.7.2015 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.