Hleðslur

Hér á Orkneyjum eru steinhleðslur út um allt, veggir, garðar, girðingar og fleira, sumar með greinilegan tilgang en aðrar með engan sjáanlegan tilgang.  Orkneyingar eru að því er virðist hleðsluóðir.  Kannski hefur grjóthleðsla verið helsta afþreying Orkneyinga í gegnum tíðina.  Nú á dögum heyrist stundum setningin hvað á að gera í kvöl? Og svarið er er oft: ja ætli maður horfi ekki bara á sjónvarpið eða fari kannski í tölvuna.  Á Orkneyjum hefur þetta áreiðanlega verið: Hvað á að gera í kvöld? Ja ætli maður hlaði ekki bara vegg.  Já, einmitt ég hlóð einn í gær.  Hefurðu séð vegginn sem .... og svo framvegis. En svo kom sjónvarp og svo kom internet.  Og hér er allt úr steini, meira að segja snúrustaurarnir. Nánast öll hús eru úr steini og mörg þeirra að sjálfsögðu hlaðin en samkvæmt byggingarreglugerð þurfa íbúðarhús að vera í náttúrlegum litum og þess vegna eru flest öll hús hér grá.  Hér er sem sagt bannað að brjóta upp gráan hversdagsleikann með líflegum litum en í staðinn er mannfólkið litríkt og sumir hverjir brjóta upp hversdagsleikann meira en góðu hófi gegnir.  Eins og til dæmis gaurinn sem hefur ástríðu fyrir því að klæða sig í búninga.  Rétt er að taka fram að maðurinn er aðkomumaður.  Þegar hann var nýlega fluttur hingað klæddi hann sig upp sem heilbrigðiseftirlitsmann og heimsótti byggingaverktakafyrirtæki hér í bæ  Sem heilbrigðiseftirlitsmaður gerði hann fjölmargar athugasemdir við starfsemi fyrirtækisins og afhenti þeim bréf upp á að fyrirtækinu þyrfti að loka og senda þyrfti starfsfólk heim þar til úrbætur hefðu verið gerðar.  Eftir þriggja dagalokun komust stjórnendur fyrirtækisins að því að þetta hafði bara verið djók.  Sjálfsagt hefur þetta kostað fyrirtækið stórfé en sjálfsagt hefur það lík gert úrbætur á starfseminni.  Í síðasta mánuði handtók lögreglan þennan litríka búningaáhugamann þegar hann klæddi sig upp sem lögreglumaður og fór út að sinna lögreglustörfum.  Það kostar sem sagt sitt að hafa áhugá á búningum og vera litríkur persónuleiki og því kjósa flestir að láta lítið á sér bera, búa í gráu steinhúsi og hlaða veggi.

vegurinn (Large)

 

 

 

 

 

 

 

Steinhleðslur á Hrólfsey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband