Vísa

Þegar ég var á Íslandi í sumar fór ég á mjög svo skemmtilega tónleika í Djúpavogskirkju með sönghópnum Olgu.  I hléi á tónleikunum vatt sér að mér maður einn og tók mig tali.  Ég þekki hann aðeins lítillega og hann spurði mig út í það sem ég er að fást við hér á eyjunum skosku.  að tónleikunum loknum smeygði hann sér upp að hlið mér og fór með vísu sem hann hafði samið á seinni hluta tónleikanna.  Ég hafði engin skriffæri og var búinn að gleyma hvernig vísan var þegar ég kom út í bíl.  Daginn eftir færðu foreldrar mínir mér miða með vísunni og neðst á miðanum stóð:  Gerðu svo vel Kristján, það var villa og ég breytti vísunni aðeins í nótt. Hann sem sagt lagði það á sig að vaka fram eftir nóttu til þess að breyta henni.  Það er ekki á hverjum degi sem maður fær ort ljóð um sig, hvað þá að skáldið verði andvaka yfir skáldskapnum.  Ekki er ég í aðstöðu til þess að dæma um gæðin en það er nú ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir það þegar menn leggja sig svona fram.

Annars er vísan svona:

Í alla firði kemur kví

er Kristján snýr til baka.

Og menn þá frekar fá en slý

fisk úr neti að taka. 

Annars vona ég að ég eigi þess kost að fara aftur á tónleika með þessum frábæru drengjum og hvet alla til þess að fara á tónleika með sönghópnum Olgu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband