Hverfisbúðirnar

Nú hef ég verið hér á Orkneyjum í níu mánuði og ekki hafa nein börn verið kennd við mig ennþá.  Ég hef búið í sama hverfinu, í sömu götunni, í sama húsinu frá því að ég kom og þar sem það er í eðli mínu að fara í könnunarleiðangra á nýjum stöðum þá tel ég mig yfirleitt þekkja mitt nánasta umhverfi ágætlega en nú verð ég að játa að það er kannski ekki alltaf svoleiðis.  Ég komst nefnilega að því núna í vikunni að í i.þ.b. 200 metra fjarlægð frá húsinu mínu er hverfisverslun, Kjörbúð Papadals, en það er nýlenduvöruverslun með allt það helsta sem mann vantar, staðsett á Hermannanesi (Hermaness) innan um húsaþyrpingu þannig að hún sest ekki frá aðalgötunni.  Þegar inn í verslunina er komið blasir við stór rekki með glanstímaritum með forsíðufréttum um að þessi eða hin fræga persónan hafi bætt á sig nokkrum kílóum, að hún standi í deilum við annað frægt fólk eða eigi í vandræðum í einkalífinu sem ætti sennilega frekar að kallast almenningslíf.  Ekkert af þessu fræga fólki sem er á forsíðunum þekki ég og ekki veit ég ástæðuna fyrir því að það hefur orðið frægt og ég ímynda mér að fáir viti ástæðuna.  Af fyrirsögnunum að dæma er strax hægt að útiloka hæfileika, gáfur, fegurð og manngæsku.

Ég álpaðist reyndar inn í aðra hverfisbúð í öðru hverfi í vikunni, Brúsabúð (Bruces store) og hún er álíka skemmtileg en þar fæst ýmislegt fleira en nýlenduvara.  Þar er t.d. hægt að láta smíða lykla um leið og maður kaupir áfengi, afmæliskort og tvinna.  Það er nú líka oft þannig í þessum litlu hverfisbúðum að þar eru samskiptin persónulegri og þegar ég kom inn í mjakaði fjörgömul hvíthærð kona sér á hraða snigilsins á milli rekkanna, bogin í baki og allir heilsuðu henni: "Góðan daginn Mary mín, hvernig hefur þú það í dag?"

Og ég sem fram að þessu hef alltaf haft fyrir því að keyra í Tesco eða Lidl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband