Yachtmaster

I dag lauk svokölluðu Yachtmaster Coastal námskeiði hjá mér og því ver að líða að því að ég fái þau bátaréttindi sem stöðvarstjóri hjá Scottish Sea Farms þarf að hafa.  Til þess að fá þessi réttindi þarf að ganga í gegnum smá ferli sem er eitthvað á þessa leið:

ML5: Áður en nokkuð er gert þarf að fara í læknisskoðun og fá læknisvottorð sem staðfestir að maður sé líkamlega og andlega hæfur.

PPR: Professional practices and responsibilities.  Lög og reglugerðir, skyldur og ábyrgð þeirra sem stjórna bátum, tvímælalaust leiðinlegasti hlutinn af þessu en engu að síður nauðsynlegur af því að það er aldrei hægt að bera því við að maður hafi ekki vitað betur.  PPR veitir engin réttindi önnur en þau að maður fær ekki útgefið skírteini fyrr en búið er að fara í gegnum þetta.  PPR tekur tvo daga og lýkur með prófi.

VHF talstöðvarnámskeið:  Enginn fær réttindi til þess að stjórna bát nema að viðkomandi hafi talstöðvarskírteini. 1 dagur.

Powerboat:  Gefur réttindi til að stjórna bát allt að 3 mílum frá þeirri höfn sem var lagt upp frá. 2 dagar.

Sea survival:  Slysavarnaskóli sjómanna, svipað og á Íslandi.  1 dagur.

Day skipper:  gefur réttindi til að stjórna bát allt að 24 m að lengd,  í dagsbirtu, innan 20 sjómílna frá þeirri höfn sem siglt var úr.  3 dagar bóklegt og 4 dagar verklegt.

Yachtmaster coastal:  Gefur réttindi til að stjórna bát allt að 24 m að lengd, innan 20 sjómílna frá öruggri höfn að degi sem nóttu, sem þýðir að maður getur í raun farið með bát í kringum Bretland eða niður til Miðjarðarhafsins svo dæmi sé tekið.  3 dagar bóklegt, 5 dagar verklegt og 2 dagar í verklegu prófi.

Allt í allt eru þetta því 23 dagar og skírteinið er gefið út af RYA en mér skilst að þau séu viðurkennd nánast hvar sem er í heiminum og þó víðar væri leitað.

Síðasta vika hefur því verið undirlögð í þessu og hefur að flestu leiti verið skemmtilegt þó að á ýmsu hafi gengið, minnstu munaði að kviknaði í bátnum á miðvikudag og á fimmtudag þurftum við að veltast um í 20 - 25 m/s vindstrekkingi og reyna að varpa akkeri.  Föstudagurinn var hinsvegar góður, þá sigldum við m.a. til Vestureyjar en þangað hafði ég ekki komið áður.  Að sögn margra Orkneyinga er Vesturey fallegasta eyjan hér í eyjaklasanum og eyjarskeggjar eru líka sagðir vera sérstaklega vingjarnlegir og gestrisnir.  Ég hafði ekki tíma til að skoða mig um og skera úr um þetta.  Á eyjunni eru þrjár kirkjur og sagt er að ættarnöfnin séu jafnmörg og kirkjurnar.  Það gæti mögulega útskýrt vingjarnlegheitin.  Milli Vetureyjar og Papeyjar hinnar stærri er líka stysta áætlunarflug í heimi en flugtíminn er um þrjár mínútur.  Sennilega er erfitt að komast í "mile high" klúbbinn í því flugi enda flýgur flugvélin í minna en einnar mílu hæð.

vestrey (Large)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 66336

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband