Kaffi

Eitt af því sem Íslendingar gera betur en Skotar er að hella upp á kaffi (það er reyndar ýmislegt fleira, eins og að spila fótbolta og verka harðfisk). Hér er varla boðið upp á annað en instant kaffi, og ef þeir ætla að vera virkilega flottir á því er boðið upp á Nescafé gold.  Og ekki nóg með það, þeir drekka það allir með mikilli mjólk og allflestir með sykri líka en þeir verða yfirleitt hissa þegar maður segist drekka svart og sykurlaust kaffi.  Ekki jafnast þetta á við íslenska uppáhellinginn, svartan og sykurlausan,  hvað þá kaffi úr nýmóðins expressovélum en slík tæki sjást ekki hér.  Tveir félagar mínir hér, annar frá Wales og hinn frá suður Englandi eru sammála mér í þessu þannig að þessi instantkaffidrykkjumenning virðist einskorðast við Skota.  Þó skal tekið fram að hægt er að fara inn á kaffihús hér og fá alvöru kaffi, en kaffihúsin hér í Kirkjuvogi eru alveg fín.  Þegar maður fer inn á eitt slíkt sest maður við lítið borð með klístruðum plastdúk og móðu innan á gluggunum.  Hér eru kaffihúsin öll í eigu innfæddra en kaffihúsakeðjur á borð við Starbucks og Costa eru ekki með starfsemi á Orkneyjum frekar en aðrar veitingastaðakeðjur.

Eins og þeir vita sem hafa keypt þjónustu af Bandarísku kaffihúsakeðjunni Starbucks, þá er oft mikill hávaði inni á kaffihúsunum þeirra enda mikill fólksfjöldi allt í kring. Starfsfólkið tekur niður pantanir við annan enda afgreiðsluborðsins þar sem maður gefur upp nafn og það sem maður ætlar að fá sér. Við hinn enda borðsins er nafn viðkomandi kallað upp þar sem maður fær drykkinn afgreiddan. “Conchita, one Americano”. Ég nefnilega nota aldrei mitt rétta nafn, enda er afar ólíklegt að starfsmennirnir viti hvað ég heiti auk þess sem þeir kunna ekki að stafsetja það rétt, skrifa yfirleitt Christian eða Christina á kaffimálið. Ég nota því oft hefðbundin kvenmannsnöfn eins og Sara, Tiffany, eða jafnvel Queen of hearts til þess eins að sjá undrunarsvipinn. Ég er samt að hugsa um að færa mig yfir í góð og gegn íslensk karlmannsnöfn sem gætu verið erfið í framburði fyrir erlenda kaffihúsastarfsmenn. Hallvarður, Þórgnýr, Hreggviður og fleiri, og ég mun hlæja innra með mér þegar blessaðir kaffibarþjónarnir reyna sig við þessi orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband