Bráðum verð ég eitthvað númer

Það bar helst til tíðinda í vikunni að Ívar Orri átti afmæli í gær og þar sem hann á enga vini hér í þessu landi reyndum við fjölskyldan að gera gott úr deginum. Hann fékk köku, afmælissöngurinn var sunginn, svo opnaði hann afmælispakkanam og horfði svo á einhverja mynd.  En ef hann væri í heimalandinu sínu með vinum sínum hefði dagurinn verið einmitt þannig.  Að því loknu fórum við svo á veitinastað að nafni Busters en það er veitingastaður hér í Kirkjuvogi með Amerísku ívafi og samkvæmt Tripadvisor er hann í 25. sæti á lista yfir 30 bestu veitingastaði í Kirkjuvogi.  Það segir nú eitthvað um gæðin.  Þetta gekk nú stórslysalaust fyrir sig en það sem mér fannst athyglisverðast var að inn á staðinn komu þrír gotharar og settust við borð stutt frá okkur.  Maður hefði búist við að þeir hefðu pantað sér eitthvað gotharalegt, eins og Bloody Mary eða eitthvað sem tengist myrkraöflunum.  Þeir komu hins vegar á óvart og pöntuðu sér heitt súkkulaði með sykurpúðum og rjóma.  Ég verð nú að segja eins og er að gotharabragurinn rýrnaði nú heldur við þessa pöntun. 

Í dag fór ég svo í viðtal til þess að fá NI númer en það er svona nokkurs konar kennitala sem maður þarf að hafa hér til þess að eiga rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum og bótum, eitthvað sem ég hef engan áhuga á, en vinnuveitandi minn fór fram á að ég fengi NI númer.  Ég átti reyndar að mæta á þriðjudag en komst ekki vegna vinnu.  Á bréfinu sem ég fékk var símanúmer sem ég átti að hringja í ef ég vildi breyta og ég hringdi í það númer, þar var sjálfvirkur símsvari þar sem mér var bent á að hringja í annað númer.  Ég hringdi því í það og þar var sjálfvirkur símsvari þar sem mér var bent á að hringja í númerið sem ég hringdi fyrst í.  Ég hrindgi því nokkrum sinnum í þessi tvö númer en gafst upp að lokum.  Mér tókst að grafa upp númer hér í Kirkjuvogi til að hringja í en eftir tuttugu mínútna bið, hlustandi á Árstíðirnar eftir Vivaldi, gafst ég upp.  Þetta er næstum því jafn slæm símaþjónusta og hjá Símanum hf. En fólkið hjá því fyrirtæki hatar mig.  Af hverju veit ég ekki, ég hef ekkert gert þeim.  Allavega er símsörunarþjónusta þeirra afleit og til þess gerð að eyða dýrmætum tíma fólks en þegar ég hringi í fyrirtæki sem er skýrt í höfuðið á apparatinu sem er notað til þess að hringja úr og ekki síður SVARA, þá svarar það ekki fyrr en mörgum mínútum síðar.   Vélræn rödd segir manni númer hvað maður er í röðinni og svo bíður maður og bíður eftir að einhver svari.  En það eru greinilega fleiri en þau hjá Símanum sem hata mann.  Allavega, það varð úr að ég rölti niður á skrifstofuna, sem sér um NI númeraúthlutun og fleria, á mánudaginn og fékk tímanum breytt og fór því í dag og fyllti út einhver gögn og svaraði spurningum varðandi dvöl mína hér.  Konan sem tók á móti mér spurði mig fyrst um nafn og síða hvort ég hefði gengið undir einhverju öðru nafni.  Ég svaraði að bragði “Sjakalinn”. Nei ég gerði það ekki, hugsaði það bara. Svo gekk þetta allt hnökralaust fyrir sig þangað til hún komst að því að ég hefði verið giftur áður og skilið.  Þá fylltist hún áhuga of fór að spyrja allskonar spurninga sem ég gat ekki með nokkru móti svarað, eins og hvenær ég gifti mig, hvenæar ég skildi, tíu uppáhalds bíómyndirnar mínar, uppáhalds veitingastað og þar fram eftir götunum.  Allt gekk þetta nú að lokum og væntanlega kemur þetta blessaða NI númer til mín innan skamms.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband