30.1.2016 | 19:47
Geirþrúður
Síðan í lok nóvember hefur hver stormurinn á eftir öðrum gengið yfir Orkneyjar. Nú síðast í gær og í dag þegar stormur að nafni Gertrude gekk yfir og olli ýmsum skemmdum og röskun á samgöngum. Þetta myndi svo sem ekki skipta mig máli nema af því að ég er háður veðrinu vinnu minnar vegna. Síðustu mánuði hafa a.m.k. 30 dagar dottið út í fóðrun vegna þess að ófært hefur verið út í fóðurprammann. Þetta er sérlega bagalegt af því að við þurfum að vera tilbúnir með lax til slátrunar í október n.k. af því að Marks og Spencer eru búnir að leggja inn pöntun. Við verðum því að reyna að ná þessu upp með öllum ráðum en auðveldlega á að vera hægt að ná laxi úr 80 gr upp í 5 kíló á 13 mánðum hér á 59. breiddargráðu. Þegar lægðirnar fá nafn eins og þessi sem fékk nafnið Gertrude, þýðir það að þær eru djúpar og breska veðurstofan gefur út viðvaranir. Þær lægðir sem hafa herjað á okkur frá því í nóvember eru Abigail, Barney, Clough, Desmond, Eva, Frank og Gertrude en næsta lægð hefur fengið nafnið Henry og hún mun ganga yfir á mánudag.
Hér má sjá brimið ganga yfir Bay of Skaill en klettarnir þar eru á annan tug metra háir:
Svo má sjá hér hvar brimið sem Geirþrúður olli hefur sópað grjóti upp á götu:
Og að lokum má sjá myndband af flugvél koma inn til lendingar í gær með því að smella hér.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.