21.3.2016 | 20:40
Útsvar
Í síðustu viku skreið inn um bréfalúguna hjá mér umslag sem innihélt rukkun fyrir útsvar, vatnsgjald og holræsagjald ársins, að upphæð 1460,9 pund, eða 263.736 krónur. Þar af er vatnsgjald 196,2 pund (35.431 kr) og holræsagjald 227,7 pund (41.120 kr). Afgangurinn, 1037 pund (185.187 kr) er svo notaður sem greiðsla upp í þá þjónustu sem sveitarfélagið Orkneyjar býður upp á. Upphæð ústvarsins fer eftir því í hvernig húsnæði er búið í og er þeim skipt upp í átta flokka A H og greiðir sá sem lendir í H flokki þrefalt útsvar á við þann sem er í A flokki en ég lenti í D flokki. Með útsvarsrukkuninni kom útskýringablað með sundurliðun á því í hvað útsvarið er notað og fyrir þá sem ennþá hafa ekki misst áhugann koma þar efirfarandi upplýsingar fram (upphæðirnar eru í þúsundum punda):
Menntun: | 31.374 | 41,61% |
Félagsþjónusta: | 17.140 | 22,73% |
Almenningssamgöngur: | 9.797 | 12,99% |
Vegagerð: | 4.299 | 5,70% |
Tómstundir og íþróttir | 3.370 | 4,47% |
Önnur þjónusta: | 3.270 | 4,34% |
Umhverfismál (þ.m.t. sorphirða): | 3.062 | 4,06% |
Húsnæðismál: | 1.372 | 1,82% |
Hagræn þróun: | 860 | 1,14% |
Skipulagsmál: | 749 | 0,99% |
Lögfræði, reglu og verndarþjónusta: | 110 | 0,15% |
Samtals | 75.403 |
Ef hver og einn íbúi á Orkneyjum myndi borga þetta allt væri reikningurinn á hvert heimili um 11.000 pund eða um 2 milljónir á heimili. En það er ekki svo. Breska ríkisstjórnin greiðir 76% og 13% koma annarsstaðar frá, sem þýðir að um 11% er greitt með útsvari. Sennilega finnst flestum útsvar og prósentuskipting útgjaldaflokka afar þurrt og leiðinlegt umfjöllunarefni en engu að síður er athyglisvert að bera þetta saman við það sem gengur og gerist á Fróni.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.