Skara Brae

Hér á Orkneyjum er landslag vandfundið, jú, það er hægt að finna 3 – 4 staði sem eru alveg fínir, en bara ef væri hægt að skella niður nokkrum fjöllum, fossum og klettum hér yrði þetta afskaplega fínt.  Trúin flytur fjöll ekki satt?   Það er sagan sem er hvað merkilegust hérna. Saga Orkneyja einkennist af þremur megin tímabilum.  Elsta tímabilið var fyrir 4-5000 árum en enginn veit neitt um hvað var í gangi.  Fólk reisti steinhringi en enginn hvers vegna og hvernig fólk fór að því, bjó til grafhýsi að því er talið er en gæti samt verið eitthvað annað. Að öðru leiti tengist saga Orkneyja ofbeldi, blóðsúthellingum og stríði sem er nokkuð merkilegt fyrir þessa friðsömu og kurteisu bændur sem hér búa.  Víkingatímabilið er annað mikilvægt tímabil í sögu Orkneyja en þá heyrðu eyjarnar undir Noregskonung og með hans tilskipun ríktu hér jarlar sem sumir hverjir fóru í ránsferðir suður til Skotlands, Englands og Írlands.  Þriðja megin tímabilið er tvískipt, heimsstyrjöldin fyrri og heimstyrjöldin síðari en þá var flotastöð Breta hér við Orkneyjar.

Í dag fórum við að skoða eitt af þessum merkilegu sögustöðum, Skara Brae, sem eru rúmlega fimmþúsund ára gamlar rústir steinaldarþorps og Skaill House sem er 19. aldar hefðarsetur opið almenningi til sýnis.  Ég hafði áður skoðað Skara Brae en hin 75% fjölskyldunnar höfðu ekki séð þetta merkilega fyrirbæri.  Ég þurfti að greiða 14,10 pund í aðgangseyri sem meira en það sem mér fannst sanngjarnt að borga margfaldað með þremur.  Rústirnar uppgötvuðust árið 1850 þegar mannskaðaveður og sjógangur rifu upp sjávarbakkann við Skara Brae og sennilega verður Skara Brae að teljast eitt það merkilegasta sem hægt er að berja augum á Orkneyjum. áður en gengið er út að rústunum geta gestir farið í gegnum agnarlítið safn þar sem steinaldarlífið er útskýrt og svo er gengið í gegnum söguna, byrjað á 1969 þegar fyrsti maðurinn steig á tunglið og svo haldið áfram fram hjá pýramídunum í Egyptalandi og þar til maður er kominn 5100 ár aftur í tímann að steinaldarþorpinu á Skara Brae. Þegar gengið er um rústirnar er merkilega auðvelt að sjá fyrir sér lífið í þorpinu en steináhöld, bein tré og eldur var nánast það eina sem fólk hafði til þess að gera lífið auðveldara.

Í Skaill House er gengið í gegnum herbergin þar sem alls konar gamalt dót í Downtown Abbey stíl er til sýnis og það sem gerði ferðina ánægjulega fyrir alla fjölskyldumeðlimi var að á báðum stöðum var eitthvað fyrir börnin að skoða og leika sér en það er nú aldeilis mikilvægt á öllum túrista stöðum sem vilja fá fjölskyldur til sín.

Bæði í Skara Brae og Skaill House eru að sjálfsögðu túristaverslanir, báðar með meira framboð af könnum, diskamottum og isskápasegulstálum en ég hef þörf fyrir en getur verið skemmtilegt að skoða fyrir þá sem eru í túristabransanum. Við fórum því á kaffihúsið sem er þarna og fengum okkur kakó og köku, sem kostaði 15,90 pund, kakókið var duft blandað með mjólk og kakan var frekar þurr en ég geri ráð fyrir að þannig eigi hún að vera og að Skotum þyki hún góð.  Þrátt fyrir þennan endi á ferðinni var hún ánægjuleg og allir fóru brosandi heim.

skara brae


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband