Brexit

Kosningar um áframhaldandi veru eða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu það sem er helst í umræðunni hér í konungsveldinu þessa dagana.  Fyrir nokkrum vikum barst inn um bréfalúguna hjá mér og öðrum íbúum Bretlands áróðursbæklingur frá David Cameron og félögum í Bresku ríkisstjórninni, kostaður af almenningsfé og kostaði hann skattgreiðendur um 9 milljónir punda.  Svona lagað hefði ekki komið á óvart í ríki sambærilegt við Norður-Kóreu en að ríkisstjórn lýðræðisríkis skuli leyfa sér þetta er alveg með ólíkindum. 

Ég hef ekki kosningarétt hér en svona vinnubrögð fara illa í mig, hafa sem sagt þveröfug áhrif og vekur upp í mér uppreisnarsegginn.  Við Boris Johnson og félagar sem berjast fyrir útgöngu úr EU erum því skoðanabræður en þeirra rök eru m.a: 

Það er dýrt fyrir Breta að vera í EU en því hefur verið haldið fram að það kosti Breta 55 milljón pund á dag að vera í EU sem jafngildir um 11.000.000.000 krónum og það sem Bretar fá til baka af þeirri upphæð er u.þ.b. helmingur.  Margir Bretar telja þessum fjárhæðum betur varið heima í Bretlandi t.d. til uppbyggingar heilbrigðiskerfisins.  Það kæmi sér nú vel fyrir ríkissjóð Íslands að fá þó ekki væri nema einsdags kostnað Breta við Evrópusambandið inn í kassann.

Bent hefur verið á lönd eins og Noreg sem gengur ágætlega utan EU og stundar viðskipti við sambandið í stað þess að vera meðlimur og hefur þar með fullt ákvörðunarvald yfir eigin landbúnaði og fiskveiðum, sem Skotum þykir afar mikilvægt, svo eitthvað sé nefnt.

Ákvörðunarvald innan EU er af mörgum talið ólýðræðislegt og með því að ganga út fengju Bretar sjálfir að stjórna sínu landamæraeftirliti, þeir fengju aftur að stjórna sínu eigin löggjafarvaldi en 60% af breskum lögum koma frá Evrópusambandinu.

Það kostar breska skattgreiðendur of mikið að halda fátækari löndum uppi, sbr Grikkland og fljótlega Tyrkland líka þar sem búa um 75 milljónir manna og er því fjölmennara land en Bretland þar sem búa 64 milljónir og verði af inngöngu Tyrkja reikna þeir með neikvæðum áhrifum á breskt heilbrigðiskerfi og skólakerfi sem þeir segja að standi nú þegar á brauðfótum.

EU hefur neikvæð áhrif á breskan efnahag og aðild að EU hefur í för með sér meira atvinnuleysi fyrir breska ríkisborgara þar sem fleiri og fleiri Evrópubúar fá vinnu í Bretlandi.

Hernaðarumsvið Evrópusambandsins eru sífellt að aukast og reikna má með að innan fárra ára verði Evrópusambandið komið með öflugasta her í heimi.

Þá hafa fylgjendur útgöngu gagnrýnt eyðslusemi sambandsins hluti eins og

... Evrópuráðið borgar 4,3 milljónir punda til að fljúga með háttsetta fulltrúa sambandsins í einkaþotu milli Brussel og Strasbourg

... Til viðbótar við þær 15 milljónir (76.000 pund) sem þingmenn sambandsins fá greidd í laun á ári fá þeir greiddar 9 milljónir (45.555 pund) vegna útgjalda sem þeir þurfa ekki skila inn kvittunum fyrir.

Þessu og ýmsu fleiru hafa fylgjendur útgöngu haldið á lofti en Cameron og félagar hafa haldið uppi hræðsluáróðri gegn útgöngu og samkvæmt þeim verður allt í kaldakoli hér (væntanlega svipað og í Noregi) verði útganga samþykkt.  Engu að síður verður fróðlegt að sjá útkomuna úr kosningunum þann 24. júní n.k. en ef ég þekki Breta rétt þá eru þeir of miklar gungur til þess að þora að ganga úr sambandinu

Ég biðst afsökunar á að vera að blaðra um erlenda pólitík hérna, ég sem hef ekki einu sinni áhuga á íslenskri pólitík en þetta er nú það sem er helst að frétta héðan.


mbl.is Úrgöngumenn beita blekkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirsögn fréttarinnar ætti að vera "Úrgöngumenn beiti blekkingum" í viðtengingarhætti eins og yfirleitt er gert þegar vitnað er í mjög vafasamar eða rangar staðhæfingar, eins og í þessu tilfelli.

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.6.2016 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband