20.7.2019 | 12:27
Ofveiði??
Samkvæmt þessu er hætta á ofveiði í íslenskum laxveiðiám. Ef til vill er kominn tími á veiðistjórnun í laxveiði eins og gert er með eveiðar á öðrum villtum dýrum á Íslandi, hvort sem um er að ræða hefðbundnar fiskveiðar, fuglaveiðar eða veiðar á villtum spendýrum. Kannski væri besta leiðin til að vernda íslenska laxinn að draga úr veiðum eða stöðva þær tímabundið og auðvitað að draga úr seiðasleppingum en þær veikja jú náttúrulegu stofnana þó að fjöldinn aukist.
Þá er veiða sleppa aðferðin afar umdeild en samkvæmt heimildum sérgreinadýralæknis hjá Matvælastofnun þá deyja 30 prósent fiska sem veiddir eru og sleppt aftur innan sjö til tíu daga auk þess sem dýravelferðarsjónarmið eru ekki höfð til hliðsjónar þegar sú aðferð er brúkuð.
Gallinn við að stöðva veiðarnar er hins vegar sá að þá minnka þær tekjur sem renna inn á reikninga félaga eins og Dylan Holding á Tortóla.
Hafró hvetur til hófsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.