27.3.2008 | 23:05
þetta er nú ljóta ruglið.
Ég hef afskaplega gaman af því að spila kvennalög þ.e.a.s. spila á gítar og syngja lög sem konur hafa gert vinsæl. Hér fyrir neðan er eitt dæmi um slíkt en maður verður nú varla heimsfrægur á svona fíflaskap.
Hljómsveit mars mánaðar 2008 er hljómsveitin Raveonettes en hún sendi frá sér geisladiskinn Lust lust lust í febrúar s.l. Þessi hljómsveit spilar þunglyndislegt gítarrokk í anda Jesus and Mary chain, lögin eru melódísk og mikið um gítarriff uppfyllingar. Hér til vinstri undir myndunum getið hlustað á fyrsta lag plötunnar en það heitir Aly walk with me. Nokkuð svalt að mínu mati.
Annars er vikan búin að vera nokkuð hefðbundin. Venjulegir vinnudagar bæði á sjónum og skrifstofunni og svo eitthvað í ferðamálunum seinnipartinn eða á kvöldin. Nú er verið að spá í að fara í Landmannalaugar um helgina en það verður ákveðið í fyrramálið, veðurspáin er nú ekkert spes.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehehe snilli minn:)
Luvluv:)
Íris Dögg (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 08:41
vá hvað þetta var flott hjá þér :)
elska þig sko meira en allt :*
Telma Lind (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 11:52
Þvílíka meistaraverkið...ussss
en með þetta skarðsodda dæmi... er það ekki Oddsskarð? nei maður spyr sig..
sjöbba.. (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:00
Jamm snilld, flott, meistaraverk tak fyrir það.
S Kristján Ingimarsson, 30.3.2008 kl. 23:08
Uuu... myndbandið virkar ekki....
Ólafur Björnsson, 6.4.2008 kl. 12:35
Uuu. víst virkar þetta. En hvaða helvítis lag er þetta?
Ólafur Björnsson, 6.4.2008 kl. 16:36
Þekkirðu ekki Rihönnu? Eitt mest spilaða lag síðasta árs Umbrella.
S Kristján Ingimarsson, 8.4.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.