Eyþór Ingi

Á mínu heimili er föstudagskvöldin heilög (ég er strax kominn í mótsögn við sjálfan mig, hvað er ég þá að gera í tölvunni á föstudagskvöldi?).  Þá er bökuð flatbaka og oft er eitthvað gott afþreyingarefni í sjónvarpinu.   Við erum hrifin af svona hefðum og þetta er orðinn ómissandi ósnertanlegur þáttur tilverunnar.  Nú er það Bandið hans Bubba sem styttir okkur stundirnar á föstudagskvöldum.  Frá upphafi hefur aðeins einn keppandi komið til greina sem sigurvegari og hann heitir Eyþór Ingi.  Gríðarlega fjölhæfur og með ótrúlega þroskaða rödd miðað við að hann er aðeins átjan ára.  Mig minnir ég hafa séð hann í einhverri söngkeppni framhaldsskóla fyrir VMA held ég.  Alla vega finnst mér hægt að hætta þessari keppni strax og útnefna hann sem sigurvegara en þá reyndar myndi Stöð 2 missa slatta af auglýsingatekjum og ekki viljum við það nú.  Hvort sem hann kemur til með að vinna eða ekki er hér á ferðinni rísandi stjarna sem mun án efa láta kveða að sér þó síðar verði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er sammála þér , mér finnst hann langbestur og svo finnst mér ofc. Thelma líka vera rosa góð :P

luvluv :*

Telma Lind (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband