Bacn

Ég lærði nýtt tölvuorð á ensku í dag.  Það er orðið bacn, borið fram eins og bacon.  Þetta orð, bacn, nær yfir þá gerð af fjöltölvupósti sem þú hefur samþykkt að fá sendan, sérstaklega sjálfvirkar auglýsingar og fréttabréf t.d. frá verslunum o.fl..  Þetta er því ekki það sama og spam af því að það er póstur sem þú færð óumbeðið (og vilt ekki fá).  Bacnvarð til á einhverri tölvuráðstefnu í Pittsburgh í Bandaríkjunum í ágúst í fyrra og það varð fyrir valinu vegna þess að það tengist kjöti eins og orðið spam gerir.  Spamer semsagt búið til úr orðunum spiced og ham en í heimsstyrjöldinni síðari þurfti fólk að borða niðursoðið kjöt (spiced ham = spam) þegar lítið var um ferskt kjöt.  Nú á dögum er spam hins vegar tengt við ruslpóst en aftur á móti er orðið ham stundum notað um mikilvægan tölvupóst en tengingin við alvöru kjöt er jú augljós.  Sem sagt, Spam = rusltölvupóstur, Ham = mikilvægur (eða alvöru) tölvupóstur og Bacn = Fjöltölvupóstur.

Þess má geta að enska knattspyrnuliðið West Ham er stundum kallað Wet Spam af þeim sem halda ekki með því.

Og þar hafið þið það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband