21.5.2008 | 18:44
Keppni í tónlist
Nú eru í gangi nokkrar tónlistarkeppnir í fjölmiðlum. Fyrst ber að nefna Eurovision sem tröllríður okkur íslendingum um þessar mundir og í gær var víst fyrri undanúrslitakeppnin en ég veit ekki hvernig fór. Ég verð að segja að ég hef yfirleitt nokkuð gaman af þessari keppni en einhvernveginn er ég ekkert spenntur þetta árið, sem er miður af því að þetta getur verið hin ágætasta skemmtun. Ég veit ekki hvað veldur en kannski hefur það áhrif að ég er ekkert yfir mig hrifinn af laginu eða flytjendum en auðvitað væri gaman að Ísland myndi vinna og Eurovision yrði í Egilshöllinni á næsta ári.
Svo er það American Idol. Ég hef aldrei fylgst með þeirri keppni fyrr en núna þegar allir aðrir eru hættir að fylgjast með. Ég veit maður er oft svolítið öfugsnúinn. Nú eru tveir Deividar eftir, Artsjúleta og Kúkk. Ég verð að segja að Kúkk finnst mér skemmtilegur, ég gæti hugsað mér að kaupa disk eða fara á tónleika með honum en hinn finnst mér vera væminn og mjög einhæfur en það er eins og hann sé alltaf að syngja sama lagið, á meðan Kúkk er nokkuð fjölhæfur. Úrslitin í American Idol ráðast víst í kvöld, miðvikudagskvöld. Ætli maður verði ekki að vera svolítið væld og vaka til eitt á miðvikudegi til að fylgjast með þessu.
Að lokum er það svo sjómannalagakeppni Rásar tvö. Ég ákvað að skella mér í stúdíó Kerhamra og taka upp sjómannalag til þess að setja inn í keppnina en ég reikna nú ekki með að það komist svo langt að lenda í því úrtaki sem verður kosið um en það sakar ekki að prófa. Upptökustjóri og munnhörpuleikari var B Hafþór Guðmundsson, svo fékk Óla Bjösss til að slá taktinn og þar sem Gummi mávur hans er fimur bassaleikari náðist að plata hann til að bassast í þessu lagi. Hægt er að hlusta á lagið í tónlistarspilaranum hér til hægri en ég er víst unknown artist.
Síðan má spyrja sig, er hægt að keppa í tónlist? Allavega eru ýmiskonar tónlistarkeppnir mjög vinsælt fjölmiðlaefni þannig að það hlýtur að vera hægt, hvort sem menn eru svo sammála um úrslit, sitt sýnist nú alltaf hverjum.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju varstu að skrifa þetta kl. 18:44 í gær?
Varstu að róa þig fyrir leikinn?
Skítt að Chelsea skyldi tapa. Mér fannst þeir nú eiga skilið að vinna.
Ólafur Björnsson, 22.5.2008 kl. 10:03
Njet.... maður var nú nokkuð rólegur yfir þessu öllu saman, en jú, það hefði nú verið gaman að sjá Terry skjóta 2,5 cm lengra til vinstri í vítinu.
S Kristján Ingimarsson, 22.5.2008 kl. 15:44
Jei, okkar maður vann..
Íris Dögg (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:30
Kúkk klikkar ekki, eða eins og Randy hefði sagt: jó dog jor in ðe són.
S Kristján Ingimarsson, 22.5.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.