Þeir klæðast glimmeri á sviði og vaða reyk

Fyrirsögnin er nokkuð lýsandi fyrir þessa bloggfærslu en veist þú sem lest þetta úr hvaða íslenska dægurlagi þetta er?

Ekki náði nú sjómannalagið manns inn í úrslitin í keppnninni.  Annaðhvort er lagið svona leiðinlegt eða þá að það er allt of langt, nema hvort tveggja sé.  Lagið má finna hér til hliðar í tónlistarspilaranum en þar er ég Unknown Artist sem er jú réttnefni, hvernig fer þessi tónlistarpilari annars að því að vita það?

Það er búið að vera brakandi blíða hér síðan fyrir helgi og ekkert lát virðist vera á þessu.  Helgin fór að mestu leiti í slökkviliðsæfingar en hér á Djúpavogi var haldið sameiginlegt námskeið fyrir slökkviliðið hér, á Egilsstöðum, Vopnafirði og Borgarfirði.  Þetta var hið ágætasta námskeið og við höfðum allir mjög gott af þessu.  Reykköfun og Reyklosun var þema námskeiðsins en það má lesa nánar um þetta og skoða myndir hér

Auðvitað var svo horft á Eurovision á laugardagskvöldið ásamt góðu fólki sem kíkti til okkar.  Ekki veit ég hverju fólk var búið að búast við en mér fannst 14. sætið bara nokkuð sanngjarnt, var reyndar búinn að spá 11. sæti í júróvisjonpartísveðmáli þannig að ég hefur verið aðeins of bjartsýnn líka. Þetta allavega kom manni lítið á óvart. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björnsson

Þeir búa til sex-tákn, poppstjörnur...

Ólafur Björnsson, 27.5.2008 kl. 09:22

2 identicon

Að morgni eftir nautnanótt hann vaknar
í lofti hanga hrímgrá tóbaksský
örvandi lyf í sig hakkar
til að komast buxurnar í.

Ingþór (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Þið eruð greinilega með þetta drengir.

S Kristján Ingimarsson, 28.5.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband