3.7.2008 | 22:49
Sumarið er tíminn
Já sumarið er tíminn til að vera afkastalítill bloggari. Einhvern veginn er það nú svo að maður töllast minna þegar björt sumarkvöld eru annars vegar, svo er nú minni tími til þess þegar mikið af börnum er á heimilinu en þessa stundina erum við 8 í heimili . Allt stefnir nú samt í að það fækki um helgina þegar eitthvað af krökkunum mínum fer til síns heima í Grindavík. Um síðustu helgi fór ég með Andra á fótboltamót á Egilsstöðum þar sem hann spilaði með sameiginlegu liði Neista og Leiknis. Ég tók eitthvað af þessu upp en ætla ekki að birta það hér af því að ég mun aldrei sýna myndir af honum í Leiknisbúningi . Telma er búin að vera að vinna stóran hluta af dvöl sinni hér enda veitir ekki af þar sem hún er að fara í körfuboltabúðir með Grindavík í Finnlandi síðar í mánuðinum. Ingimar er búinn að vera í sveit síðan í maí og nú er hann að undirbúa sig fyrir kassabílarallý á humarhátíð. Karen er að njóta lífsins í Löngubúð og Brynja er að njóta lífsins sem skriðdýr í Ekru.
Á morgun liggur fyrir að spila í fermingarmessu en sem stendur er enginn organisti á Djúpavogi, það verður spennandi að sjá hvort maður nær að rífa upp stemminguna eða drepa hana .
Afmælið rann átakalítið í gegn fyrir viku. Nú fer maður samt að velta fyrir sér hinum og þessum hlutum sem tengjast aldri, t.d. af hverju gránar hár? Svarið við því er einfalt. Allt hár á höfði okkar er með frumur sem innihalda litarefnið melanin. Þessum frumum fækkar með aldrinum og þar með minnkar melanin í hárinu og hárið fær glærari áferð og verður grátt, silfrað eða hvítt. Ef fólk fær grátt hár snemma á ævinni tengist það oft erfðum en getur einnig verið afleiðing reykinga eða vítamínskorts. Grátt hár í barnæsku má tengja við sjúkdómsheilkenni eins og t.d. lesblindu. Svo er það kannski enn meira umhugsunarefni af hverju eldri konur reyna að fela gráu hárin með því að nota t.d. skærbláan hárlit.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.