13.9.2008 | 08:11
Fiskeldisfundur II
Þá er fiskeldisráðstefnunni lokið og ég verð að segja að það var mjög ánægjulegt að fá þessa góðu gesti í heimsókn hingað en á ráðstefnunni voru fulltrúar allra þeirra fyrirtækja sem stunda þorskeldi á Íslandi auk fulltrúa frá Hafró, Matís, Fiskistofu, Landssambandi fiskeldisstöðva og yfirdýralækni fisksjúkdóma. Í dag fengum við alla hersinguna í heimsókn út á stöðina okkar og ég held að flestum hafi litist vel á aðstæður hjá okkur. Það eina sem okkur vantar er fiskurinn en það er aukaatriði.
Eftir úrhellisrigningu í þrjá daga er sjórinn í Berufirði orðinn grábrúnn, en ég hef ekki séð hann svona á litinn í þau fjögur ár sem ég hef verið að þvælast um fjörðinn. Við mældum seltuna og hún reyndist aðeins 13 prómill en full selta er 33 prómill, þetta er það lægsta sem við höfum mælt þannig að þessar rigningar hafa haft mikil áhrif. Fjörðurinn er hins vegar fljótur að jafna sig og fljótlega eftir að styttir upp er fullri seltu náð aftur. Allavega voru hnísurnar sem við mættum á úteftirleiðinni hressar.
Að fundinum loknum áttum við Elli svo spjall við Jón Árnason hjá Matís en þar er í gangi rannsóknarvinna fyrir íslenskt fiskeldi sem án efa á eftir að gagnast okkur í framtíðinni en hann skrifaði hjá sér minnispunkta fyrir starfsmenn Matís til þess að vinna út frá. Jón þessi er reyndar tengdur Djúpavogi þar sem tengdafaðir hans var prestur hér lengi vel og hann t.a.m. fermdi mig.
Annars er ég hættur í bili að blogga um fiskeldi þar sem það er kannski ekkert svo mjög áhugavert að lesa um svona stöff.Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fiskeldi, manneldi, uppeldi, úreldi, undaneldi....
Sama hvað þetta heitir, ég les þetta allt og hef gaman af því.
ingthor (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 09:57
Jón Kr Ísfeld ?
Húsmóðir, 13.9.2008 kl. 09:59
Neibb ekki Jón Kr Ísfeld.
S Kristján Ingimarsson, 13.9.2008 kl. 10:39
Trausti Pétursson
Gísli (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 14:39
Ok eldið á kannski eftir að bera oftar á góma hér síðar og.... jebbs, Trausti Pétursson var presturinn
S Kristján Ingimarsson, 13.9.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.