Síðust skuggabrúðurnar

Sú hljómsveit sem er í hvað mestu uppáhaldi hjá mér þessa dagana er breska hljómsveitin The last shadow puppets.  Ég held að platan þeirra The age of the understatement verði mjög ofarlega á listanum hjá mér yfir bestu plötur ársins 2008.

The last shadow puppets varð til þegar forsprakkar tveggja hljómsveita, þeir Alex Turner úr The Arctic Monkeys,  sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér,  og Miles Kane úr Rascals og svo The little flames, sem ég hef aldrei hlustað á, hittust á tónleikaferð og byrjuðu að semja saman lög.  Hljómsveitin hefur að mér finnst einhvern gamaldags hljóm sem minnir á Gerry and the pacemakers (sem sungu Ferry cross the Mersey og You'll never wak alone) en þetta er á sama tíma ferskur hljómur í þeirri tónlistarsúpu sem er í gangi í dag.

Ég vil hvetja ykkur til að kynna ykkur þessa hljómsveit en í tónlistarspilaranum hér til hliðar má heyra heyrnarbrot af því sem hljómsveitin býður upp á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband