Það er engin framtíð í tímaflakki

Í lok helgarinnar er rétt að fara yfir atburði síðustu daga. 

Í vinnunni hefur allt verið með nokkuð hefðbundnu sniði, fiskurinn étur vel og stækkar sem því nemur, eða nokkurnveginn, þ.e. fyrir hvert 1,15 kg af fóðri sem stærri fiskurinn fær þyngist hann um 1,00 kg en eitthvað er þetta hlutfall nú hærra hjá litla fiskinum ennþá, sennilega nær 1,50 á móti 1,00.  Ég er nú feginn að þetta er ekki svona hjá mér, en ef fóðurstuðullinn hjá mér væri 1,15 þá myndi það þýða að ég myndi þyngjast um svona 3 - 400 kg á ári.  Maður þyrfti allavega að vera duglegur við að fara út að hlaupa.  Ætli maður þyngist við að hlaupa aftur á bak?

Föstudag og laugardag var ég á aðalfundi Sambands sveitarstjórna á Austurlandi en ég fékk það hlutverk að vera fundarstjóri.  Það er nokkuð áhugavert að fylgjast með því sem mest brennur á sveitarstjórnum á Austurlandi en eins og svo oft áður eru það Samgöngumálin sem menn hafa hvað flestar og mismunandi skoðanir á.  Vegna þess kerfis sem við búum við lenda menn alltaf í því að togast á um hvað á að gera fyrst og hvað síðar, af því að menn eru hræddir um að missa af eða lenda í margra ára bið eftir þeim samgöngubótum sem henta best fyrir viðkomandi sveitarfélag.  Annars gekk þetta allt saman ágætlega.

Fimleikafélag Hafnarfjarðar orðið Íslandsmeistari í fótbolta og það verður bara að viðurkennast að þeir voru með besta liðið.  Ég sé eftir Skaganum niður í fyrstu deild og vona að þeir verði fljótir að vina sig upp en þeir áttu svo sem ekkert betra skilið.  Fram kom verulega á óvart með góðu gengi og ég reiknaði með Valsmönnum sterkari en þeir misstu nú lykilmenn í atvinnumennsku auk þess sem þeir voru í meiðslavandræðum. 

Mínir menn í Chelsea á toppnum í ensku eftir örfáa leiki og það er óhemju ánægjulegt.  Það skemmdi ekki fyrir að sjá liðið frá hafnarborginni Hull, sem margir íslenskir  sjómenn þekkja, vinna Arsenal, en Hull hefur komið verulega á óvart það sem af er hausti. Svo skemmir ekki fyrir að Tottenham er á botninum þó að þeir eigi nú eflaust eftir að rífa sig þaðan fyrr en síðar.

Framundan er fundavika en áætlað er að vera á þorskeldisráðstefnu frá þriðjudegi til fimmtudags.

Annars rakst ég á ágæta tónlistarsíðu, þar sem DJ sér um að spila þá tónlist sem þig langar að hlusta á.  Slóðin er www.musicovery.com.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband