14.10.2008 | 19:14
Doktorinn
Ég geri nú ekki mikið af því að lesa blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt en eitt slíkt blog vinnst mér þó gaman að lesa og það er bloggið hans dr Gunna. Maðurinn er stórskemmtilegur aflestrar og ekki skemmir það nú fyrir að þar er stundum hægt að ná sér í tónlist á mp3 formi. Það vill nú líka svo skemmtilega til að í mínum huga er doktorinn ábyrgur fyrir vanmetnustu hljómsveit Íslands en það er hljómsveitin SH Draumur. Ég held að platan Goð sem sveitin gaf út í kringum 88 sé ein af 3 bestu plötum íslandssögunnar. Því miður á ég ekki tóndæmi í tölvunni handa ykkur, ég á bara Goð á vínil, þannig að þið megið gjarnan senda mér það ef þið búið svo vel að eiga það en lög eins og Öxnadalsheiði, Helmút á mótorhjóli og Zaragoza - Panama eru einstakar perlur.
Fyrst ég er kominn út í þessa sálma þá finnst mér Trúbrot vera ofmetnasta íslenska hljómsveitin og Pixies ofmetnasta erlenda hljómsveitin en mér finnst þær báðar vera afskaplega leiðinlegar. Ég er ekki viss hver er vanmetnasta erlenda hljómsveitin, einhverjar hugmyndir?Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mitt val myndi vera hljómsveitin Soulwax, diskurinn "Much against everyone's advice" er hrein snilld, búinn að vera í spilaranum hjá mér síðan 1998.
Birgir Th Ágústsson, 14.10.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.