Pólitík

Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á pólitík og mér leiðist yfirleitt að fylgjast með rifrildum, útúrsnúningum og öllu því sem íslensk pólitík einkennist af.  Mér finnst enginn flokkur hafa staðið sig vel og ég held að þegar á reynir þá sé þetta allt sama sultan í sitt hverri krukkunni og allir bera þeir sína ábyrgð.  Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa klúðrað málum gjörsamlega síðustu mánuði,  Framsókn og Frjálslyndir eru að þurrkast út og Vinstri Grænir eru á móti öllu sem gert er og tala alla hluti niður án þess að koma með betri lausnir.  Annars hefði örugglega ekki verið verra að hafa þá við stjórn núna en þá flokka sem eru við stjórn en á hinn bóginn, það hefði ekki verið neitt betra heldur enda hafa þeir aldrei axlað neina ábyrgð.

Ég held að Steingrímu Joð sé einn neikvæðasti stjórnmálamaður sem ég man eftir, hann er aldrei glaður eða ánægður með neitt sem gert er og út af þessu er maður löngu hættur að taka mark á honum.  Þegar bankakreppan skall á kom SJS fram í sjónvarpi og sagðist vera sár og reiður.  Steingrímur: HVENÆR ERT ÞÚ EKKI SÁR OG REIÐUR?

Ég tek þó fram að í öllum flokkum er ágætisfólk og það væri sennilega auðveldara fyrir mig að kjósa ef maður gæti kosið fólk en ekki flokka en ef yrði kosið í dag þá myndi ég örugglega sleppa því, spurning hvað maður myndi gera ef yrði kosið á morgun.

Í Simbabve þar sem allt er í kaldakoli, verðbólga yfir 200% og stjórnmálaástandið afar óstöðugt, þar eru seðlabankastjóri og fjármálaráðherra hámenntaðir hagfræðingar en hér á íslandi eru þeir lögfræðingur og dýralæknir.  Hvorir búa í bananalýðveldi?
mbl.is Samfylking með langmest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek heilshugar undir orð þín, ég veit ekki til þess að Steingrímur hafi ekki verið sár og reiður. Pant ekki vera sár og reið, pant ekki vera Steingrímur :D

Svava (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband