Kattadráp

Ég skrapp í bæinn á fimmtudag og kom austur aftur á föstudag með fullan bíl af krökkum.  Við Rauðalæk kom eitthvað grátt kvikindi hlaupandi út úr myrkrinu og undir bílinn þannig að bíllinn hoppaði aðeins.  Ég er ekki viss hvað þetta var og ég nennti ekki að snúa við til að athuga, var samt að spá í að stoppa og bakka yfir það aftur, til að vera viss um að ná að murka lífið úr kvikindinu.  Þegar ég kom til Reykjavíkur sá ég að það voru nokkur grá hár aftan við drullusokkinn bílstjóramegin að framan.  Trúlega hefur þetta verið köttur.  Í framhaldi af þessu kattardrápi rifjuðust upp fyrir mér þrjár sögur af kattardrápum sem ég heyrði um daginn, tvær sögurnar eru teknar upp eftir manni sem líkir Íslandi stundum við leðurhausalýðveldi í Afríku og hin gerðist í bræðslunni hér á Djúpavogi.

Við félagarnir höfðum heyrt að kettir kæmu alltaf niður standandi. (Þá höfðum við ekki heyrt um þáttinn....... uuuu nú man ég ekki hvað hann heitir en það eru tveir gaurar að gera allskonar tilraunir, m.a. með hluti sem eingöngu geta gengið upp í bíómyndum.  Hvað heitir helvítis þátturinn?). Við ákváðum samt að sannreyna þetta og tókum því köttinn sem gamla frúin í húsinu við hliðina átti og fórum með hann yfir í garðinn til okkar til þess að framkvæma þessa tilraun.  Ég byrjaði að henda honum varlega upp og jú, hann lenti á fótunum.  Aftur var prófað og nú hentum við honum aðeins hærra og svo hærra og svo hærra þangað til að við höfðum ekki kraft í að henda honum hærra.  Þá tókum við hann á milli okkar, ég í afturfæturna og hann í framfæturna, síðan sveifluðum við honum upp og niður, einn tveir og þrír, við slepptum kettinum og hann þeyttist upp í loftið, en hann kom ekki niður aftur.  Þegar við litum upp hafði hann lent upp í tré og ein greinin á trénu hafði stungist í gegnum hálsinn á honum og hann var steindauður.  Við vorum ekki lengi að láta okkur hverfa en kötturinn var lengi á leiðinni niður, hann kom svona í smáskömmtum eftir því sem leið á vorið.  Gamla konan spurði okkur hvort við hefðum séð köttinn hennar en við ypptum bara öxlum og þóttumst ekki hafa séð neitt.

Í bræðslunni voru nokkrir villikettir orðnir heimilisvanir og orðnir hálfgerðir, ja ekki heimiliskettir, heldur bræðslukettir.  Þeir voru ósköp ljúfir greyin, fyrir utan einn kött sem var stór grár með löng veiðihár,  sem virtist leggja hina kettina í einelti.  Honum virtist vera í nöp við hina kettina og var frekur á mat og annað og réðst jafnvel á þá að því er virtist að ástæðulausu.  Við ákváðum því að fjarlægja þennan leiðindaskarf,tókum haglabyssuna fram og fórum með köttinn út á plan og skutum hann.  Síðan var hann tekinn og settur í poka, olíu hellt yfir og kveikt í.  Nú var framundan sældarlíf hjá hinum köttunum, lausir við þennan stóra freka leiðinlega.  Þegar við mættum á næstu vakt kom á móti okkur, út úr myrkrinu, stóri grái kötturinn með löngu veiðihárin.  Við hvítnuðum upp, var kötturinn afturgenginn?  Var það satt að kettir hafi níu líf?  Við hrökkluðumst inn á kaffistofu og settumst niður.  Hvað var í gangi, hvernig gat hann lifnað við?   Við veltum þessu fyrir okkur alla vaktina og fórum heim án svars.  Þegar næsta á næstu vakt var komið kom Árni gamli sem bjó þar stutt frá og spurði hvort við hefðum nokkuð séð gráa köttinn hans en við ypptum bara öxlum og þóttumst ekki hafa séð neitt.

Dóttir mín átti kött en skilyrðið fyrir því að hún fengi að hafa köttinn var að hún yrði að hugsa um hann.  Eftir því sem tíminn leið, lenti umhirða kattarins meira og meira á foreldrunum.  Það varð því úr einn daginn að ég tók köttinn og fékk meindýraeyði í lið með mér og við fórum með köttinn út á gömlu ruslahaugana.  Síðan stilltum við kettinum upp og meindýraeyðirinn skaut hann með haglabyssu.  Ekki tókst betur til en svo að ekki dugði þetta skot en það vantaði hálft andlitið á köttinn og ber gómurinn og blóð blasti við okkur.  Kötturinn trylltist, stökk á meindýraeyðinn, læsti klónum í lærið á honum og hvæsti.  Meindýraeyðirinn rak upp skaðræðisöskur en eftir  smá bardaga tókst honum að hrista kvikindið af sér, kom öðru skoti í byssuna og nú lá kötturinn í valnum.  Þegar dóttir mín spurði hvort ég hefði séð köttinn, yppti ég bara öxlum og þóttist ekki hafa séð neitt.

Ljótur köttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

áttum við einhver tíma kött?

Karen (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Ertu búin að gleyma því?  nei nei við höfum aldrei átt kött, ég segi bara söguna eins og ég heyrði hana, eða svona næstum því.

S Kristján Ingimarsson, 23.11.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Húsmóðir

Karen, hélstu virkilega að ógeðslega illa lyktandi loðna klessan sem fannst undir rúminu þínu fyrir jólin 99 hefði verið gömul pizza ?    mjá................. 

Húsmóðir, 24.11.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband