Man flu og hippashow

Það kemur fyrir að hraustustu karlmenn breytast í aumingja.  Margar konur segja að það sem þær telja vera venjulegt kvef telja margir karlmenn vera alvarlegan sjúkdóm.

Þér er illt í hálsinum og nefið er að byrja að stíflast.  A) þú ferð fyrr að sofa og færð þér kannski eina íbúfen, eða B) þú heimtar að fá að borða það sem þig langar í mest af öllu, leggur sófann undir þig biður um ýmsa þjónustu eins og að fá snýtupappír, hálsmola og jafnvel koníak fyrir svefninn, snýtir þér og hóstar með látum og kvartar yfir því á tveggja mínútna fresti hvað þú er slappur og að þú getir ábyggilega ekki farið í vinnu á morgun.  Ef A: þú ert með kvef.  Ef B: þú ert með karlakvef (á ensku nefnist þetta man flu).

Allavega var ég slappur um síðustu helgi hvaða sjúkdómur sem það var.  Það var nú samt gott af því að um næstu helgi er ég að taka þátt í hippashowi á Hótel Framtíð en stífar æfingar hafa staðið yfir að undanförnu.  Ekki hefði verið betra að vera veikur þá eða um jólin.  Ég held að showið verði einstaklega skemmtilegt, allavega er fullt af góðri tónlist með listamönnum eins og Jimi Hendrix, Doors, Janis Joplin, Hljómum, og fleirum og fleirum.  Kynnir verður hinn óborganlegi Gunnar Sigvalda.  Við höldum þessa sýningu í nafni Tónleikafélagsins Ýmis en sá félagsskapur er skírður í höfuðið á fyrrum meðspilara okkar, honum til heiðurs og af því að við hefðum viljað hafa hann með okkur.  Nú er bara að draga fram hippafötin sín og mæta á Hótelið á laugardaginn.  Hér er svo tóndæmi:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

Húsmóðir, 18.12.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Hahaha já nákvæmlega svona.

S Kristján Ingimarsson, 18.12.2008 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband