Jólafriður

Þegar talað er um "jólaandann" er yfirleitt ekki verið að meina að éta yfir sig eða að fá fullt af pökkum, heldur frekar að jólin séu tími til að vera góð hvert við annað og jafnvel við fólk sem manni er ekkert sérlega vel við.

Til er fræg saga um jólaandann úr heimsstyrjöldinni fyrri þegar margir hermenn bjuggu í skotgröfum og tugir þúsunda létu lífið.  Jólin 1914, nokkrum mánuðum eftir að stríðið hófst, börðust Bretar við Þjóðverja í Norður Frakklandi og Belgíu og sumstaðar voru ekki nema fimmtíu metrar á milli skotgrafanna.  Nálægt bænum Ypres hófu þýskir hermenn upp raust sína á aðfangadagskvöld og sungu jólasálma.  Enskir og skoskir hermenn svöruðu með því að syngja enska jólasálma.  Stuttu síðar voru hermennirnir farnir að kalla vinsamlegar jólakveðjur sín á milli.  Þetta þróaðist svo út í það að  hermenn úr báðum fylkingum fóru inn á einskis manns land (svæðið á milli skotgrafanna) til þess að skiptast á litlum litlum gjöfum eins og Viský og súkkulaði.  Hermennirnir fóru líka inn á þetta svæði til þess að sækja lík fallinna hermanna og grafa þau og stóðu jafnvel breskir og þýskir hermenn hlið við hlið við þær athafnir.  Einn breskur hermaður skrifað í bréf sem hann sendi heim:  "Ég tók í höndina á þýskum hermanni... þeir segjast ekki ætla að hleypa af skoti á morgun ef við gerum það ekki þannig að við fáum þá smá frí."

Fréttir af vopnahléinu bárust um víglínuna og fóru aðrir hermenn að dæmi þessara hermanna.  Í norður Frakklandi fóru hermennirnir meira að segja inn á einskis manns landið á jóladag til þess að spila fótbolta.  Herforingjar beggja stríðsfylkinga reiddust þegar þeir fréttu af vopnahléinu og skipuðu hermönnum að hefja bardaga að nýju þannig að jólaandi jólanna 1914 dó fljótt, en hefur ekki gleymst.

Verum góð hvert við annað, það er nú m.a. það sem jólin og trúin ganga út á.  Hér er svo myndband með hinum íðilfagra og íturvaxna bindindismanni Shane McGovan og hljómsveitinni hans, The Pogues frá Írlandi ásamt Kirsty McColl að syngja jólalagið Fairytale of New York.

Gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 66336

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband