Slátrun

Í morgun klukkan fjögur héldum við úr höfn til þess að slátra fyrsta skammti vetrarins af eldisþorski  Um hádegi komum við í land með rúm fimm tonn en Öðlingur SU var þá búinn að ferja svipað magn í land fyrr um morguninn.  Fiskurinn fer svo á Akranes í nótt og verður flakaður þar og hnakkastykkin verða send til Evrópu þangað sem þau verða komin á þriðjudag.  Í fyrramálið klukkan fjögur verður leikurinn svo endurtekinn en í heildina reiknum við með að slátra milli 40 og 50 tonnum.  Veðrið í morgun var með besta móti logn en örlítið ísskæni þakti fjörðinn.  Það var eigi all ófögur sjón að sjá sólina koma upp í fjarðarminninu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Háfað úr kvínni

Sólarupprás I

Sólarupprás II

Sólarupprás III

Sólarupprás IV

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Takk takk.....

fyrir góðar kveðjur og Frábærara myndir úr Berufirðinum, einum fallegasta stað á Íslandi.  Bið mikið vel að heilsa öllum og sérstakar kveðjur til mömmu þinnar og pabba.

gleðilegt ár.

Fjóla og co.

Fjóla Björnsdóttir, 31.12.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband