Lucky

Dagurinn skiptist ķ skrifstofudag fyrir hįdegi og svo köfun eftir hįdegi.  Viš Billi köfušum žvers og kruss ķ leitarköfun um voginn en fundum ekki žaš sem viš leitušum aš.  Reyndar var skyggniš ekki nema um 0,7 m žannig aš žaš var svo sem ekki viš įrangri aš bśast.  Ķ stašinn fundum viš dęlubarka, nokkur dekk, rennu, tunnu, stķgvél, prentara (Hewlett packard), bjórdósir, hnķf og eitthvaš fleira smįdót.  Annars er žaš meš ólķkindum hvaš mašur getur oršiš įttavilltur žarna nišri en Billi var meš įttavita til žess aš halda réttri stefnu og svo vorum viš meš spotta į milli okkar til žess aš halda hęfilegri fjarlęgš.  Aldrei fannst mér viš vera į réttri leiš.  Einu sinni prófaši hann aš stoppa en ég hélt įfram meš spottann ķ hendinni og synti ķ hringi ķ kring um hann.  Ķ lok köfunarinnar žurftum viš aš brasa svolķtiš undir Sigurrós en skugginn af henni gerši žaš aš verkum aš žaš var kolniša myrkur žar nišri ekki bętti žaš skyggniš aš viš rótušum upp drulluskżi žannig aš skyggniš varš ekki meira en svona 5 cm.  Viš nįšum žó aš klįra og vorum komnir uppśr stuttu sķšar, eftir u.ž.b. klukkutķma ķ kafi.  Yfirleitt eru svona 4 - 6 kafanir į mįnuši hjį okkur.

Nś er aš komast ašeins meiri mynd į Noregsferšina en ég flżg śt til Bergen 10. feb meš viškomu ķ Osló og svo heim föstudaginn 13. meš viškomu ķ Kaupmannahöfn.   Mašur lifir nokkuš įhęttusömu lķfi og meš žvķ aš fljśga į föstudegi 13. er mašur nįttśrlega aš storka örlögunum.  Svo baš Ķris mig ķ gęr aš fara meš spegil ķ rusliš og brjóta hann, veit ekki alveg hvort žessi tķmasetning sé tilviljun.  Jį og svo nįttśrlega gekk svartur köttur ķ veg fyrir mig ķ morgun žegar ég var aš fara ķ vinnuna, hmmm.  Ég er nś ekki hjįtrśarfullur mašur og spįi ekkert sérstaklega ķ žessa hluti.  Žaš er samt til fólk sem er mjög hjįtrśarfullt og žaš er til hugtak, eša orš, į enskri tungu yfir žaš aš vera meš fóbķu fyrir föstudeginum žrettįnda og žetta er aš sjįlfsögšu oršiš paraskevidekatriaphobia


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Eišur Ragnarsson

Žetta er svipaš skyggni og ķ Hįlslóni, eša um 5-8 cm. Ég fylgdist meš köfun žar ķ fyrrasumar og žaš var mjög fróšlegt.....

Sjį nįnar hér: http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/284859/  Og hér: http://picasaweb.google.com/Asbyrgi/BjRgunHLslNi 

Eišur Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 15:12

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband