28.1.2009 | 17:23
Menningin blómstrar
Í gær var ég viðstaddur úthlutun menningarstyrkja Menningarráðs Austurlands en ég á einmitt sæti í menningarráðinu fyrir suðursvæði Austfjarða. Það er ekki hægt að segja annað en menningin blómstri hér fyrir austan en margir menningarviðburðir hafa vakið athygli, ekki aðeins á landsvísu, heldur einnig út fyrir landsteinana. Má þar nefna Bræðsluna á Borgarfirði, Lunga á Seyðisfirði, 700.is videómyndahátíð á Egilsstöðum og Jazzhátíð Austurlands á Egilsstöðum. Allt eru þetta stór og góð verkefni en fjöldinn allur af öðrum verkefnum er í gangi. Sótt var um styrk í 140 verkefni, samtals að upphæð tæpar 90 milljónir en til ráðstöfunar voru um 27 milljónir. Af því má sjá að margir voru til kallaðir en ekki eins margir útvaldir. Hæsti styrkurinn var 1 milljón kr og hlutu tvö verkefni þá upphæð, hvort tveggja leiklistarverkefni, en þau verkefni eru stór og uppfylltu að öllu leiti þau skilyrði sem Menningarráðið setur. Mörg verkefni finnst manni mjög áhugaverð en samt hljóta þau ekki styrk, oftast vegna formgalla eða þá að þau uppfylla ekki skilyrði Menningarráðsins. Annars hlakka ég til að njóta menningar hér fyrir austan á árinu, allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekki allt réttlátt bræðsluhátíð á Borgarf.bein útsending á rás 2 ,(hvaðan eru fréttamenn) .En það er ekki ein frétt frá HAMMOND á Djúpa, er laust fréttamanna?,er krepa
frænka (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.