Stjórnarskipti og blot

Að undanförnu hefur maður lítið verið heima hjá sér vegna þorrablóts og fleira.  Maður er því tregur til að eyða þeim litla tíma sem maður er heima, fyrir framan tölvuna, hvað þá að maður gefi sér tíma til að skrifa blogg.  Svo er ekki þverfótað á strætum fjölmiðla fyrir fréttum af pólitík og það er eitthvað sem ég forðast að blogga um af því að mér leiðist pólitík.  Maður getur samt ekki annað en smitast af allri þessari umræðu og því ætla ég að bregða út af vananum og ausa úr skálum mínum, ég biðst bara fyrirgefningar, ég skal ekki blogga um pólitík aftur í bráð.  

Mér er nokk sama hver er í ríkisstjórn af því að fyrir mér eru allir pólitíkusar eins.  Það er samt athyglisvert að sjá að nýja ríkisstjórnin ætlar sér að breyta mörgu fyrir kosningum og það verður fróðlegt að sjá hvort það gengur allt eftir.  Svo er athyglisvert að sjá að eftir margra mánaða mótmæli, upplausn í þjóðfélaginu, atvinnuleysi, þjóðin nánast gjaldþrota að þá er fyrsta spurningin sem nýr forsætisráðherra fær hvað vilt þú segja um að vera fyrsti kvenforsætisráðherrann?  Var þetta gáfulegasta og mikilvægasta sem aumingja fréttamanninum datt í hug?  Fyrir mér er þetta aukaatriði miðað við ástandið á landinu.  

Svo fór stór hluti af fréttum af nýrri ríkistjórn í það að fjalla um að einn ráðherrann átti merkisafmæli sama dag og stjórnin tók við, varð 33 ára.  Einnig er athyglisvert að það sem var aðalmálið hjá Samfylkingunni fyrir mánuði síðan var Evrópusambandið.  Nú er Samfylkingin búin að gleyma því enda þurfti hún að gera það til þess að geta unnið með VG, spurning hvernig þetta verður ef flokkarnir lenda saman í stjórn eftir kosningar. 

Fyrir nokkrum mánuðum var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn aðalóvinur Vinstri Grænna.  Nú skiptir það engu máli og allt sem sagt var, var víst meint einhvern veginn öðruvísi en það var sagt.  Svo er Jóhanna lessa, það var mikið í fréttum en ja.. ég væri lessa ef ég væri kona, ég gæti ekki hugsað mér annað.

Í stjórnarsáttmálanum er talað um að koma atvinnulífinu í gang.  9500 eru atvinnulausir núna og því ætti atvinnuleysi í lok apríl að vera góður mælikvarði á hvernig til hefur tekist.

Svo er nú alltaf dálítið spaugilegt að hlusta á þessa pólitíkusa nota íslenskt mál.  Það virðist vera mjög mikið í tísku að nota líkingamál, nú á að slá skjaldborg um heimilin, þétta öryggisnetið og svo allar vísanirnar í veðrið, sjólagið og náttúruna.  Ég vona samt að þetta gangi bara vel og ja, ætli hafi ekki verið kominn tími á Sjálfstæðisflokkinn í stjórn.  Annars var þorrablótið bara fínt.


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband