Ég er búinn að eignast BMW X6

Já nú var ég heppinn.  Ég var að fá tilkynningu um það í tölvupósti að ég hafi unnið mér inn eitt stykki BMW.  Bréfið lítur svona út:

Kæri vinningshafi,

BMW bifreiðaframleiðandinn, óskar þér til hamingju með að vera einn af tíu Stjörnuverðlauna vinningshöfum í alþjóðlegri vitundarvakningu þessa árs.  Þar með ert þú orðinn stoltur eigandi að glænýjum BMW X6 CONCEPT CAR 2009, auk þess að hljóta verðlaunafé að upphæð 750.000 GBP (120 milljónir IKR).  Til þess að nálgast verðlaunin er þér bent á að hafa samband við:

Barr Freeman Sandler,BMW Agent
netfang: freeman.sandler11@hotmail.com
Gefðu honum upp framleiðslunúmerið: XZPY/22595478234 og
Tilvísunarnúmerið:BMW:6678BMW45/09.Vinsamlegast gefið einnig upp
1. Fullt nafn: .........
2. Heimilisfang: ..........
3. Aldur: .............
4. Kyn: ............
5. Hjúskaparstöðu:.....
6. Símanúmer:.....
7. Þjóðerni: ....
8. Búsetuland:.....
9. Upplýsingar um atvinnu: ........
Kær kveðja,
Mr. Larry Duke

Já, það er nú ekki ónýtt að fá svona tölvupóst.

Hér er svo mynd af gripnum en þess má geta að hann er með twin turbo 4,4 lítra V8 vél sem skilar 407 hestöflum.

bmw_x6_concept_2009-1-copy_thumbnail


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björnsson

Mr. Larry Duke er sannarlega örlátur.

freeman.sandler@hotmail.com er einstaklega sannfærandi.

Ólafur Björnsson, 28.2.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Já það eru ekki allir svona heppnir og svo er það líka freeman.sandler11@hotmail.com, sem er abyggilega alveg pottþétt netfang frá BMW.

S Kristján Ingimarsson, 1.3.2009 kl. 11:12

3 Smámynd: Ólafur Björnsson

Já, BMW hafa alltaf notað hotmail netföng, enda eru þau örugg og valda aldrei tortryggni hjá fólki.

Ólafur Björnsson, 1.3.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband