Ég ætla ekki í framboð

Ég hef ákveðið að bjóða mig ekki fram á lista til alþingiskosninga af því að ég hef engan áhuga á því.  Það var nú reyndar aldrei nein hætta á því þar sem ég er áhugalaus um pólitík og er hvergi flokksbundinn.  Nú eru keppast allir við að tilkynna um framboð eða ekki framboð þannig að mér fannst tilhlýðilegt að tilkynna hvaða fyrirætlanir ég hef.   Flokkarnir eru allir að sjóða saman tilboðspakka handa okkur kjósendum sem eiga að gilda í fjögur ár og við kjósendur þurfum á fjögurra ára fresti hugsa, velja og hafna þeim tilbúnu pakkalausnum sem eru í boði.  Það er víst til nóg af fólki sem vill ganga hinn pólitíska veg og í þeim hópi hljóta að vera einhverjir sem vilja uppfylla klisjukennd loforð eins og að:

  • Slá skjaldborg um heimilin (já og kannski líka atvinnulífið ef við séum í stuði).
  • Lækka skatta,
  • Hækka laun.
  • Afnema verðtryggu.
  • Lækka vexti.
  • Auka almenna velferð.
  • Nýta auðlindir þjóðarinnar skynsamlega.
  • Gera Ísland að ríkasta landi í heimi.
  • Efla menntakerfið.
  • Efla heilbrigðiskerfið.
  • Taka upp evru.
  • Halda krónunni.
  • Skoða aðild að ESB.
  • Standa vörð um landbúnaðinn.
  • Auka þróunaraðstoð.
  • Útrýma atvinnuleysi.
  • Útrýma fátækt.
  • Velta við hverjum steini og fá allt upp á borðið,
  • Setja allt í forgang.
  • Auka siðferðisvitund.
Er einhver sem hefur þetta á stefnuskránni og ætlar virkilega að standa við það?  Maður smyr sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ætlar þú líka að bregðast þjóðinni á ögurstundu ? :)

Finnur Bárðarson, 1.3.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband