Deyjandi hnísa

Ég álpaðist inn í Fossárvík í dag eftir vinnu og rak þá augun í eitthvað í flæðarmálinu sem mér sýndist fyrst vera selur en þegar betur var að gáð sá ég að þetta var hnísa.  Eitthvað virtist hún eiga bágt greyið af því að hún hélt hausnum stöðugt upp úr sjónum og blés öðru hvoru.  Eftir smá stund var hún komin alveg upp í fjöru þar sem ekkert annað virtist vera annað fyrir hana að gera en að bíða dauðans.  Hún var u.þ.b. 130 c.m. löng og væntanlega hefur hún lent í einhverju slysi af því að það blæddi úr kjaftinum á henni og eins og sjá má á myndbandinu var hún alveg búin á því greyið.  Það er frekar glatað að þurfa að enda lífið með þessum hætti en svona er lífið, eða kannski frekar svona er dauðinn.  Ef þú vilt vita meira um hnísur þá má finna ágætisupplýsingar á Wikipedia.  Hinu megin við veginn stóð hópur með 25 - 30 hreindýrum og fylgdist með.  Hvort ætli verði hnísa eða hreindýr í sunnudagsmatinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hnísusteik hljómar vel í mínum eyrum...

Eiður Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband