Kafað í Hamrsfirði

Í dag var skroppið í köfunarleiðangur og stefnan var tekin á Miðfjarðarskerið í Hamarsfirðinum.  Þeir sem tóku þátt voru auk mín, Billi og Jón Ingvar og Gunnar Flóki sem var skipstjóri.  Sker þetta er hálfgerður kambur sem kemur upp úr á fjöru en hverfur í kaf á flóði.  Dýpið í kringum hann er 6 - 9 metrar, og það sem helst er að sjá þarna eru ígulker, kræklingur, sæbjúgu, kuðungar, hörpudiskur, skarkoli og krabbar.  Alltaf er nú hressandi að skella sér niður og vonandi komumst við fljótlega aftur en þá er stefnt á að tína skelfisk og elda eftir köfunina.  Ég tók nokkrar myndir í leiðangrinum, sem og eitt stutt myndband þar sem m.a. má sjá fjöldann allan af ígulkerjum, hrúðurkarl að snæðingi og krabba í göngutúr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg magnað. Nóg líf þarna virðist vera. Með hvernig vél ertu að taka þetta video?

Óskar Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Já, það er hellings líf þarna, þetta er nú bara tekið á venjulega litla myndavél, Olympus FE-230, sem reyndar er með kafarahulstri.  Annars er ég nokkuð sáttur við myndirnar og líka hissa á hvað hljóðið skilar sér.

S Kristján Ingimarsson, 23.3.2009 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband