Farið á fjörurnar

Þessa páska hef ég notið þess að vera í fríi en fríið hefur að mestu verið notað í tónlistariðkun og útivist.  Á föstudag var stapinn við Þvottárskriður skoðaður en í dag var svo farið með Ferðafélaginu og Melrakkanesfjörur gengnar.  Ég hafði aldrei skoðað þennan stapa í návígi þannig að það var kominn tími á það en litirnir í klettunum þarna eru nokkuð sérstakir.  Melrakkanesið er líka skemmtilegt svæði að ganga um.  Þar er töluverður jarðfræðilegur fjölbreytileiki, á þessu litla svæði er t.d. hægt að sjá þó nokkrar bergtegundir sem hlotið hafa mismunandi tegundir af veðrun.  Þarna eru þrír hellar sem voru skoðaðir og er einn hellirinn um 30 m langur, opið á honum er þröngt en þegar inn er komið er hann nokkuð rúmgóður og vel hægt að standa uppréttur.  Sagan segir að þar hafi menn falið landakúta áður fyrr og einhverju sinni fundu eigendur landans dauða rottu í einum kútnum.  Þeir létu það þó ekki á sig fá en veiddu hana upp úr og fleygðu henni og drukku svo landann með bestu lyst. 

 líparítklettur (Large)

 hellir (Large)

 sprunguklettur (Large)

Stapi II (Large)

litríkir klettar (Large)

 grár og gulur (Large)

Stapi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband