26.4.2009 | 17:19
Að liðinni hátíð
Það er mikið um hátíðir þessa dagana, eftir páska koma sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, hvítasunna og Hammondhátíð. Nýliðin Hammondhátíð er sú fjórða og jafnframt sú sem ég hef skemmt mér best á og ég hef reyndar heyrt fleiri segja að þetta sé sú besta til þessa. Auðvitað er afskaplega skemmtilegt að fá sjálfur tækifæri til þess að spila og syngja í þessu en það er nú svo að þeir listamenn sem tróðu upp á þessari hátíð voru hver öðrum færari enda ekki von á öðru þegar landsliðið í tónlist á í hlut. Fyrir utan það að spila sjálfur fannst mér skemmtilegast að hlusta á KK en reyndar missti ég af eftirtónleikum með Davíð Þór, Ragnheiði Gröndal og Guðmundi Péturssyni á föstudagskvöld sem ku hafa verið feikigóðir.
Mér heyrist að aðstandendur hátíðarinnar séu fullir af eldmóði fyrir næstu hátíð og reikna má með að hún verði enn stærri en hátíðin í ár og nú þegar hefur það heyrst að Hjálmar muni heiðra okkur með nærveru sinni. Þá er spurning hvort hótelið er nógu stórt en þá gæti þurft að færa hátíðina yfir í íþróttahús. Hér er svo smá brot af okkar framlagi.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki málið bara að halda hátíðina í bræðslunni að hætti Borgfyrðinga..
Annars sér maður mjög eftir því að hafa ekki drullast til að taka sér frí og mætt, og held að það sé nokkuð ljóst (sérstaklega eftir að hafa horft á myndböndin frá ykkur), þá gerir maður ekki sömu mistök að ári. Mátt bóka 2 miða á mig.
kv
Ingi Bragðvellingur
Ingi Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 06:43
Ja við höfum allavega bræðslu á lausu hérna. Vonandi heldur bara hátíðin áfram að vaxa og verður enn stærri og betri á næsta ári.
S Kristján Ingimarsson, 27.4.2009 kl. 07:43
Það verður nú ekki skemmtilegt að halda þetta í bræðslunni innan um ruslið sem á að fara flokka þar.... En þetta er alveg hreint glæsilegt framtak í alla staði.
Þið ættuð reyndar að skoða það að fara víðar með ykkar framlag, koma kanski fram í blúskjallaranum á Norfirði eða eitthvað slíkt, alger skömm að eiða öllum þessum tíma í´æfingar og svo bara einir tónleikar og allt búið....
Skoðið það alvarlega....
Eiður Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 19:54
Já það er synd að flytja þetta aðeins einu sinni eftir stífar æfingar, það hefur verið rætt um að fara með þetta víðar en aldrei orðið neitt úr því, nú er bara að fara að plögga gigg á hinum ýmsu stöðum hér á Austurlandinu.
S Kristján Ingimarsson, 28.4.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.