Fuglinn er floginn

Fyrir u.ž.b. 2 įrum sķšan smķšušum viš Andri fuglahśs og komum žvķ fyrir į sólpallinum. Eitthvaš var žaš viš hśsiš sem heillaši ekki fuglana til žess aš velja sér žaš til bśsetu og hefur žaš lįtiš į sjį į žessum tveimur įrum žannig aš nś, eftir nokkuš mörg noršanfįrvišri, er ekkert eftir af žvķ nema fjögur horn og žak en einnig er eftir einn vegur sem veitir ekkert skjól fyrir vindi.  Ķ vor brį nś samt svo viš aš skógaržrastapari einu fannst žetta hśsnęši bera af öšrum og valdi sér žaš til bśsetu.  Oft vilja menn kenna eša žakka kreppunni żmislegt sem hendir okkur žessa dagana og e.t.v. er žaš kreppunni aš kenna aš žrösturinn valdi sér žennan ręfilslega hśsakost.  Ekki finnst mér nś samt lķklegt aš skógaržrösturinn hafi hugmynd um kreppuna, ég hallast frekar aš žvķ aš hann standi ķ žeirri trś aš nś sé góšęri.  Allavega, ef žś ętlar aš smķša fugla hśs žį skaltu hafa žaš veggjalaust meš žaki og stilla žvķ upp žar sem er lķtiš skjól.  Žannig ašstöšu valdi allavega mitt žrastapar sér. 

Sumum žykir nś kannski Žröstur ekki svo merkilegur fugl og ég neita žvķ ekki aš žaš hefši veriš tilkomumeira aš hafa Fįlkahreišur į pallinum en mašur veršur aš lįta sér žröstinn lynda žetta įriš.

Žann fyrsta maķ voru komin žrjś egg ķ hreišriš og ķ framhaldi af žvķ var öll umferš um sólpallinn takmörkuš.  Śtungunartķmi žrastareggja eru 12 - 13 dagar en žann 8. og 9. maķ gerši mikiš noršanrok.  Eftir aš vešriš var gengiš nišur, kķkti ég ofan ķ hreišriš til žess aš athuga hvort ekki vęri allt ķ lagi, af žvķ aš mér fannst žrastarmamman vera farin aš vera mikiš fjarverandi, kannski efnahagsįstandiš spili hér inn ķ lķka af žvķ aš ekki gengur aš annaš foreldriš vinni utan heimilis.  Žį brį svo viš aš ašeins tvö egg voru ķ hreišrinu.  Ekki veit ég af hverju eitt eggiš var horfiš.  Tveimur dögum sķšar kķkti ég aftur en žį var ekki eitt einasta egg eftir ķ hreišrinu en eitt egg lį brotiš į sólpallinum, og žrösturinn bśinn aš yfirgefa hreišriš!  Sennilega mun hann ekki verpa ķ žessu hśsi aftur ķ sumar en kannski einhversstašar annarsstašar.  Hvaš geršist žarna veit ég ekki, ég varš ekki var viš neina afręningja en ekki er hęgt aš śtiloka žaš, eflaust er ešlileg skżring į žessu, hver svo sem hśn er.  Ég er allavega saklaus af žvķ aš hafa haft žrastaregg og beikon ķ morgunverš enda eru spęld žrastaregg ekki nema rśmlega į stęrš viš tķkall og eggjaraušan į stęrš viš gręna baun.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband