15.5.2009 | 23:21
Til hamingju
Það er búin að vera hrein unun að fylgjast með Hröfnu í þessari keppni, Idol stjörnuleit. Lengi hefur það verið vitað að stelpan getur sungið en ég man fyrst eftir henni í Skilaboðaskjóðunni sem Grunnskóli Djúpavogs setti upp veturinn 2002 - 2003 þegar Hanna Lísa var í 10. bekk. Næst birtist hún í söngkeppni framhaldsskólanna þar sem hún keppti fyrir Verkmenntaskólann á Neskaupstað og svo skaut hún upp kollinum aftur í áheyrnarprufum Idol stjörnuleitar, ásamt Soffíu systur sinni. Einhvern veginn trúði maður því ekki í fyrstu að hún færi alla leið, en það var unaðslegt að fylgjast með hvernig henni óx ásmegin eftir því sem leið á keppnina. Allan tímann átti maður samt von á að hún dytti út og fögnuðurinn varð því alltaf meiri og meiri eftir því sem leið á keppnina. Í kvöld var svo skundað á Hótel Framtíð þar sem yfir 100 manns fylgdust með. Stemmingin var frábær, klappað og stappað en þegar úrslitin voru kynnt lá við að þakið rifnaði af Hótelinu. Mér skilst að stelpurófan hafi ætlað sér að vinna í Löngubúð í sumar en væntanlega breytast þau plön í kjölfar þessa. Nú er Hrafna Hanna Lísa frægasti Djúpavogsbúinn, til hamingju, þetta var frábært.
Fékk tvær milljónir í verðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg frábært. Tek undir hvert orð. Hrafna er stórkostleg stúlka og frábær söngkona. Sigurkveðja.
Janus Hafsteinn Engilbertsson, 16.5.2009 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.