4.6.2009 | 21:23
Leiðsögn
Þá er senn að ljúka ágætri vinnutörn vikunnar. Ég ætlaði að vera löngu búinn að blogga en hef ekki komist í tölvu nema í samtals svona tíu mínútur það sem af er vikunnar. Vinnuvikan hófst á mánudagsmorgun en þá var skemmtiferðaskip hér í bæ og ég tók að mér að leiðsögn fyrir hópinn sem fór út í Papey. Veðrið var alveg dásamlegt þeg ég rak nefið út um dyrnar um morguninn en þegar niður á bryggju var komið var ég ekki viss um hvor ég væri ennþá í fastasvefni í draumalandinu en þar stóð, í steikjandi hita og sólskini, maður í skotapilsi sem lék á sekkjapípur af miklum móð. Þetta var ekki draumur. Mig hefur lengi langað að eignast sekkjapípur en það væri nú ekki amalegt að geta rifið upp stemminguna í fjölskylduboðum með líflegum sekkjapípuleik.
Ég hef nú stundum farið sem afleysingaleiðsögumaður út í Papey og finnst bara fínt að fara í svona einn og einn túr, sérstaklega í veðri eins og var á þessum degi. Ég myndi nú ekki vilja vinna við það dags daglega að vera leiðsögumaður, vegna þess að þetta getur verið alveg hræðilegt starf. Sumt fólk lætur eins og það hvorki heyri í manni né sjái mann, maður þarf að segja sömu hlutina aftur og aftur og aftur og það verður leiðgjarnt eftir nokkra daga, allt er leiðsögumanninum að kenna eins og ef krakki hrasar, það er rigning, það springur dekk. Leiðsögumaður þarf að vita allt, hvað voru bústaðir Papa stórir"?. Hversu lengi voru víkingarnir að sigla frá Noregi til Íslands ef það voru ríkjandi sunnanáttir 5 - 10 m/s"? Þá þarf leiðsögumaður að geta skáldað upp svör hratt og örugglega og svara þessum spurningum uuu 36 fermetrar" og 2 mánuðir og átta dagar". Í alvöru?" jebbs" .
Annars gekk Papeyjarferðin alveg glimrandi vel og farþegarnir voru í skýjunum með ferðina enda var veðrið eins og það gerist best (Það hlýtur að vera hinum óviðjafnanlega leiðsögumanni að þakka). Flestir farþegarnir voru Skotar og Englendingar og stærsti hlutinn fræðimenn af einhverju tagi. Þegar fræðimenn eiga í hlut er það eðli þeirra að spyrja margra spurninga og þá er Af hverju?" algeng spurning. Ég var spurður af hverju er ekki búið að kanna nánar tilvist Papa á Íslandi. Ég svaraði því til að það væri bara ágætt og að okkur liði betur með þetta svona, annars þyrfti að gjörbreyta allri leiðsögn hjá Papeyjarferðum. Reyndar eru þessar Af hverju spurningar oft erfiðust spurningar sem maður fær, það er auðvelt að svara spurningum eins og Hvað er klukkan"? Eða Hvenær var frostaveturinn mikli 1918"? Eða af hverju stoppa öryggisbeltin þegar kippt er snöggt í þau"? Þetta eru allt auðveldar spurningar og svörin eru í sömu röð og spurningarnar: Hálf níu að kvöldi", í janúar og ekki spyrja svona heimskulega". Svörin við af hverju" spurningunum eru ekki jafn einföld og þau liggja ekki í augum uppi þegar spurt er Af hverju fæðumst við" ? og af hverju deyjum við" ? og Af hverju eyðum við svona miklum tíma á Facebook"? eða viltu sofa hjá mér"? Af hverju"? Það er nú samt alltaf hægt að svara af hverju ekki"? nú eða bara Ekki spyrja svona heimskulega". Því miður á ég ekki myndir úr ferðinni en sjá má myndir frá þessum degi hér og hér.
Eftir Papeyjarferð var svo haldið til Reykjavíkur en erindið var að fylgjast með afgreiðslu seiða sem nú hafa verið send austur. Til Reykjavíkur var komið um kl 11:00. Daginn eftir voru svo þrír fundir fyrri hluta dagsins og svo seiðaafhending um kvöldið en það var ekki fyrr en um þrjú um nóttina sem hægt var að fara að sofa. Eftir um þriggja tíma svefn var svo lagt í hann til baka austur. Á leiðinni heyrði ég lagið Betri tíð með Stuðmönnum og ég er ekki frá því að það sé sumarlegasta lag Íslands. Þegar austur var komið tók við stærðarmæling á þorskum en því var lokið um kl hálf átta og þá var að bíða eftir seiðunum en von var á þeim um kl sex morguninn eftir. Lungann úr deginum vorum við svo að snudda í kringum þessi nýju seiði og því verður framhaldið næstu daga en á morgun verður haldið á árshátíð hjá HBGranda sem haldin verður í bænum.Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fór í sumarfrí til UK síðasta sumar, einn af áfangastöðunum var Jórvík, ég fór á víkingasafnið eins og sannur túristi, skemmtilegt safn, maður ferðast um í lest gegnum víkingaþorp, þess má geta að víkingarnir töluðu íslensku en þá hét þetta víst Norska. En það sem vakti athyggli mína voru rúmin sem fólkið svaf í, stutt og ekki ætluð stórum mönnum. Hver var ástæðan ? Stebbi svali sagði í þætti í svjónvarpinu að paparnir hefðu verið litlir og gat sér til um það út frá svefnstæðum papana. Í englandi var skíringin önnur, hugsanlega vorum menn eitthvað minni en í dag en það var ekki ástæðan fyrir litlum rúmum. Fólkið svaf í keng vegna þess að ef að það lá flatt og rétti úr sér leit út fyrir að það væri dáið og þá kæmu guðirnir og tækju sálina. Þessi skíring fanst mér góð og gild, ekki að fólki hafi verið 1,5 m í gamladaga. Þetta var fróðleiks moli dagsins frá mér. Kv, frá víkingalandinu Norge, Ingthor
Ingþór (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 06:23
Þetta var ágætur fróðleiksmoli, þú ert efni í góðan leiðsögumann.
S Kristján Ingimarsson, 5.6.2009 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.