12.10.2009 | 22:51
Ska
Ég hef verið að hlusta svolítið á Ska tónlist að undanförnu en mér hefur alltaf fundist þessi tegund tónlistar afskaplega skemmtileg en ég man ekki í svipinn eftir annarri tónlistarstefnu sem er jafn full af gleði eins og Ska tónlistin. Ef ég væri að stofna hljómsveit í dag yrði það án efa Skaband. Ska á rætur sínar að rekja til Jamaica og er undanfari Reggae tónlistarinnar en munurinn á Ska og Reggae er, að Ska er eins og hratt Raggae. Það væri hægt að skrifa svo margt og mikið um þessa tónlist en þeir eru ófáir tónlistarmennirnir sem hafa spreytt sig á skainu og upp á síðkastið hefur t.d. Amy litla Winehouse haldið merkjum ska á lofti. Hér eru tvö sýnishorn, annarsvegar Breska hljómsveitin Specials með lag frá 1979 og hins vegar Reel big fish með gamalt Ska lag sem margir hafa spreytt sig á.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.