Jákvæðar fréttir.

Frétt vikunnar var náttúrulega fréttin af fiskmarkaðnum héðan frá Djúpavogi þar sem fjallað var um miklar annir við höfnina hér og rætt við hinn reffilega framkvæmdastjóra.  Fréttirnar af því að MacDonalds væri að hætta og rollunum fyrir vestan koma ekki til greina, burt með McDonalds og rollurnar, kannski kæmu þær til greina sem ekkifrétt vikunnar.  Annars koma fréttapistlarnir sem Kristján Már Unnarsson á Stöð 2 flytur af landsbyggðinni líka til greina sem fréttir vikunnar.  Fréttamaðurinn hefur undanfarnar vikur farið vítt og breitt um landið og flutt afskaplega jákvæðar fréttir af atvinnu og daglegu lífi fólks á landsbyggðinni, m.a. fiskeldi, landbúnaði, olíuleit, vegauppbyggingu o.fl.  Ekki veitir af jákvæðni inn í samfélagið núna og ætli Kristján Már eigi ekki bara skilið að fá hrós vikunnar fyrir þennan fréttaflutning.  Mark vikunnar var ekki skorað af knattspyrnumanni, heldur af knattspyrnuþjálfara í Japönsku deildinni af öllum deildum.  Hann þrumar boltanum viðstöðulaust af um 50 metra færi og kemur öllum á óvart. Eigum við ekki að kíkja á það, sjón er sögu ríkari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband